Wednesday, November 23, 2016

CHRISTMAS GIFT GUIDE #1

1. Andlit Förðunarbók - Bækur eru mögulega besta jólagjöf sem hægt er að fá og finnst mér að þessi ætti að vera á óskalistum allra þessi jólin. Falleg og fróðleg bók eftir Hörpu Káradóttur förðunarsnilla með myndum eftir Snorra Björns // 2. Palmat - Burstasérfræðingarnir hjá Sigma stofnuðu nýlega systurfyrirtækið Prackt en þeirra fyrsta vara er þessi litla og þægilega burstamotta sem auðveldar burstaþrif verulega // 3. Tinna Royal - Skreytingar á heimilið eru alltaf velkomnar í jólapakkann minn en Tinna Royal gerir einstaklega skemmtilega hluti. Ég fékk kleinuhringi að gjöf frá systur minni síðustu jól og ég elska þá og langar í fleira frá Tinnu, t.d. þessa mynd // 4. Crosley Record Player - Plötuspilari er efst á mínum óskalista en ég hef enn ekki fundið þann rétta, þessi frá Crosley er þó mjög skemmtilegur - fallegur og lítill á flottu verði // 5. FAB Facial Radiance Intensive Peel - Húðvara sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér upp á síðkastið en hann umbreytir húðinni minni á nokkrum mínútum. Algjör snilld // 6. Morphe Burstar - Sem heimsins mesti burstaperri þá finnst mér burstar alltaf vera góð hugmynd að gjöf. Rose Gold línan frá Morphe er æði, burstarnir eru fallegir, silkimjúkir og á sturlað góðu verði // 7. Canon G7X - Sko, þetta er alltof dýr gjöf að mínu mati en ég vildi leyfa henni að vera með því mig langar svo mikið í þessa elsku. Lítil og nett með flip screen, fullkomin fyrir selfies (hehe) // 8. Sokkar - Ég er fyrst og fremst burstaperri en síðan eru sokkar ást númer tvö. Litríkir, glimmeraðir, grillaðir og skemmtilegir sokkar eru bara yndislegir og ættu allir að eiga allavega eitt þannig par (eða 20) // 9. Kaktusar & plöntur  - Plöntusafn mitt hefur stækkað verulega á árinu og finnst mér að allir ættu að umkringa sig með fallegum grænum krúttum. Kaktusar eru skemmtilegir því þeir eru sætir og auðvelt að hugsa um þá!

post signature

No comments:

Post a Comment

Thank you for commenting! It means a lot x

Blogger Template designed By The Sunday Studio.