Thursday, September 28, 2017

REVIEW | DOSE OF COLORS DESIXKATY COLLECTION


Í dag höfum við samstarf Dose of Colors við Youtube stjörnunar Desi Perkins og Katy. Í hreinskilni sagt þá er ég vanalega voðalega lítið fyrir svona samstörf en þar sem Desi og Katy eru með mínum uppáhalds Youtube píum gat ég ekki sleppt því að splæsa. Þær eru með þeim fáu sem hafa haldið sér niðri á jörðinni þrátt fyrir "frægð og frama" og met ég það til mikils.

Í línunni komu 8 vörur : 2 highlighter-ar, 2 varalitir, 2 fljótandi varalitir, varagloss og augnskuggapalletta. Ég valdi mér eitt úr hverjum flokk (þó mig hafi langað í allt).


Monday, September 25, 2017

FIVE PRODUCTS I'VE BEEN LOVING


THE ORDINARY HYALURONIC ACID 2% + B5
Ég pantaði mér loksins nokkrar vörur frá The Ordinary í Júlí og hefur þessi vara staðið uppúr af þeim sem ég hef prófað. Hyaluronic sýrur hjálpa að viðhalda raka í húðinni og verður húðin því frískari og meira "plump". Ég nota "serumið" á kvöldin eftir hreinsun og fyrir rakakrem og hef ég séð mikinn mun á húðinni. Mæli klárlega með að skoða vörurnar frá The Ordinary þar sem þær eru ekki bara góðar heldur líka á hlægilegu verði! Næst á dagskrá er að prófa förðunarvörurnar þeirra.

BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER
 Ég var einstaklega stillt í Sephora þegar ég kíkti til Danmerkur í enda júní en ég labbaði þó út með tvær vörur frá Becca. Farðinn hefur verið í miklu uppáhaldi en ÞESSI PRIMER! Ég sem er vanalega lítið fyrir primera er rúmlega hálfnuð með þennan. Primerinn er rakagefandi, gerir húðina silkimjúka, gefur léttan ljóma og fjólublái liturinn (sem sést þó ekki á húðinni) frískar upp á húðtóninn. Algjört uppáhald hjá mér (gaman að segja frá því að Becca kemur til Íslands í Október!)

URBAN DECAY NAKED HEAT PALETTE*
Átti ekki von á því að nota þessa pallettu jafn mikið og ég hef gert þar sem síðusta árið hef ég að mestu teygt mig í bleika, fjólubláa og ferskjulitaða augnskugga. En eftir að fá þessa pallettu í safnið hef ég verið að færa mig í fallega heim hlýrra augnskugga á ný. Fallegir litsterkir augnskuggar sem blandast eins og draumur (færsla hér). 

THE BODY SHOP SHINE LIP LIQUID*
Ég mála mig lítið sem ekkert dagsdaglega en þegar ég hendi einhverju framan í mig finnst mér þessir léttu, rakagefandi glossar vera algjör snilld. Glossarnir koma í 6 fallegum litum en Orange Lollipop hefur verið í veskinu mínu síðan ég fékk hann og Watermelon Fizz er líka mjög sætur ef maður vill aðeins bjartari lit. 

LOVING TAN DELUXE BRONZING MOUSSE Í ULTRA DARK*
Uppáhalds brúnkan mín þegar ég vil vera dökk og fín. Ég er náttúrulega mjög hvít og því set ég bara eina létta umferð af froðunni og þá fæ ég jafnan lit sem hentar mér mjög vel, það er þó auðveldlega hægt að setja tvær umferðir á og fá enn dekkri lit. Brúnkan er með með fallegum ólivu undirtón sem er snilld því þá endar maður ekki appelsínugulur, heldur bara fallega sólbrúnn og fínn. Af öllum þeim froðum sem ég hef prófað endast þessi allra lengst á mér, sem er algjör snilld EN þar af leiðandi getur verið smá erfitt að ná henni alveg af og þarf ég þá að skrúbba mig vel og vandlega.

//  

THE ORDINARY HYALURONIC ACID 2% + B5
I finally ordered some products from The Ordinary back in June and this product has been the one that stood out the most for me. Hyaluronic acids help maintain moisture in the skin, resulting in more fresh and plump skin. I use the "serum" every night after cleansing and before applying moisturizer and I've seen a noticeable difference in my skin. I definitely recommend checking out The Ordinary's products as they are not only good but also crazy affordable! Next up is trying their make up products.

BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER
I was very well behaved when I visited Sephora in Denmark last June but I did leave the store with two products from Becca. The foundation I bought I love but THIS PRIMER THO! I'm usually not a primer gal but I am already more than half way through this one. It keeps the skin hydrated and silky smooth whilst adding a bit of glow and the purple hue (which doesn't show up on the skin) magically evens out my skin tone. An absolute favorite of mine! (Fun fact - Becca will finally be available in Iceland in October).

URBAN DECAY NAKED HEAT PALETTE*
I wasn't expecting to love this palette as much as I do as I've mostly been reaching for pink, purple and peach eyeshadows this last year. But after this beauty made it's way into my collection I've been diving back into the beautiful world of warm hues. Gorgeous pigmented shades that blend like a dream (a full review here).

THE BODY SHOP SHINE LIP LIQUID*
On an everyday basis I wear little to no make up but when I do slather something on my face I've been loving these lightweight, moisturising lip glosses from The Body Shop. They are available in 6 beautiful shades, my favorite being Orange Lollipop (it's been in my purse ever since I got it) and Watermelon Fizz is perfect for a brighter look!

LOVING TAN DELUXE BRONZING MOUSSE Í ULTRA DARK*
My favorite self tanner when I want a dark tan. I am naturally verrrry pale so I like to apply one light layer which gives me a nice even colour that suits me well. Saying that you can add two (or more) layers for an even deeper tan. The tan has an olive undertone which is perfect as it doesn't leave you looking like an oompa loompa. Out of all the tanning foams I've tried this one lasts the best on me BUT as a result it can be quite a hassle to remove, so a long good scrub is necessary. 

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf, hinar keypti ég sjálf

Thursday, September 21, 2017

REVIEW | CHARLOTTE TILBURY UNISEX HEALTHY GLOW


BARE FACE VS CHARLOTTE TILBURY UNISEX HEALTHY GLOW
EVERYDAY-ISH MAKE UP : UNISEX HEALTHY GLOW, TARTE SHAPE TAPE, MAC GIVE ME SUN & BROWS (HERE)

Charlotte Tilbury er nafn sem allir förðunarelskendur ættu að þekkja - konan er ekki bara með fáránlega impressive ferilskrá, hún hefur líka búið til einstaklega vel heppnaða förðunarlínu. Ein nýjasta varan hennar er Unisex Healthy Glow.

Unisex Healthy Glow er hvítt krem sem breytist í fallega brúnku þegar því er nuddað inn í húðina. Það er engin þekja í kreminu en það gefur húðinni fallegan ljóma og létta brúnku sem frískar vel upp á andlitið. Ég hef verið að nota kremið mikið fyrir léttar "hversdags" farðanir og finnst best að blanda því inn með þéttum bursta. Mér finnst nauðsynlegt að púðra yfir kremið þar sem það þornar ekki niður. Þannig helst það á allan daginn!

Mér finnst varan algjör snilld og mun klárlega halda áfram að nota hana, hún hentar mér líka mjög vel þar sem ég er oftast með brúnkukrem en það fer alltaf fyrr af andlitinu og þarf ég þar af leiðandi að reyna að jafna út mismuninn á andlitinu og hálsinum. Ég myndi þó segja að varan henti ekki fyrir mjög ljósa húð, kremið er of dökkt þegar ég er ekki með brúnku.

Topp vara fyrir alla sem vilja smá ljóma og lit, líka núna þegar sólin fer að hverfa og kuldaboli tekur á móti okkur.

Unisex Healthy Glow er til á cultbeauty.co.uk

//Charlotte Tilbury is a name that every make up lover should know - the woman doesn't only have a super impressive resume, she's also created a beautiful make up line. One of her newest product is the Unisex Healthy Glow.

Unisex Healthy Glow is a white cream that adjusts to a nice tan when rubbed into the skin. It doesn't have any coverage, it simply gives the skin a nice glow and sunkissed look. I've been buffing this onto my skin with a dense brush for an easy "everyday" make up look. I find it necessary to powder on top as it doesn't really dry down. That way it stays on all day!

I absolutely love the product and will definitely keep on using it, for me it's great because I usually have a bit of self tanner on my body so this helps even out the difference between my face and neck. Saying that, this product does not work for me when I am at my palest, then it's a bit too dark and noticeable on my skin. 

A great product to check out if you want a bit of glow and colour, especially now when the sun is going away and colder days are upon us.

Unisex Healthy Glow is available on cultbeauty.co.uk

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // vöruna keypti ég sjálf

Tuesday, September 12, 2017

VIDEO > UPDATED EYEBROW ROUTINE
PRODUCTS USED : 
RefectoCil Oxidant 3% 10Vol. Liquid
RefectoCil 1 & 3

LA Girl - Shady Slim Brow Pencil (Medium Brown) 
Eye of Horus - Dual Brow Perfect
MAC Studio Finish Concealer - NC15 
Sigma - E15 

post signature
þessi færsla er ekki kostuð

Thursday, August 24, 2017

REVIEW | NAKED HEAT PALETTEÞað hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að nýjasta viðbótin í Naked fjölskyldu Urban Decay er komin til landsins, Naked Heat* pallettan. Af öllum Naked pallettunum sem hafa komið út er þetta pallettan sem hefur heillað mig mest, 12 hlýjir litir í alls kyns áferðum.

Að mínu mati er formúlan í þessari pallettu sú besta af öllum pallettunum; augnskuggarnir eru litsterkir, blandast eins og draumur og auðveldir í notkun. Eini liturinn sem tikkar ekki í öll boxin er sá ljósasti, Ounce, hann mætti vera betri þar sem hann sést varla á húðinni. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég líka skipta næstljósasta litnum, Chaser, út fyrir einn góðan karrígulan, þá væri pallettan fullkomin!

Yfir allt er ég mjög ánægð með þessa pallettu, gullfallegir litir, góð blanda af möttum og sanseruðum skuggum og að mínu mati eru þetta langbestu pakkningarnar hingað til! Húrra fyrir ykkur Urban Decay - þið stóðuð ykkur vel.

Urban Decay er selt í Hagkaup í Smáralind

// This summer Urban Decay released their newest addition to the Naked family; the Naked Heat palette. Out of all the Naked palettes this one is definitely my favorite, 12 warm shades in all types of finishes.

I feel the formula in this one is the best out of all the palettes; the eyeshadows are very pigmented, blend like a dream and are easy to use. The only shadow that didn't tick all the boxes is the lightest one, Ounce, as it barely shows up on my skin. If I'd get to choose I would've also switched out Chaser for a yellow curry-ish shade., then it would be perfect!

Overall I am very pleased with the palette, stunning shades, a good mix of mattes and shimmers and this is definitely the best packaging out of the Naked palette bunch. Hurray for Urban Decay - you did well.

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // pallettuna fékk ég að gjöf frá Urban Decay

Monday, July 10, 2017Fyrir tveimur vikum var ég á leið í útskriftir hjá fallegu vinkonum mínum og fannst ég svo fín að ég lét taka myndir af mér! Eftir endalausar fyrirspurnir um þessar dásamlegu buxur ákvað ég að setja þetta hingað inn, mín fyrsta outfit færsla - vonandi líkar ykkur vel og endilega látið mig vita ef þið viljið fleiri! Kannski byrja ég að vera algjör skvís x

//I actually had my pictures taken two weeks ago before I went out to celebrate with my girlfriends - I was feeling extra snazzy! After endless questions about these beautiful trousers I decided to post my first outfit post - hopefully you like it & please let me know if you'd like more! Maybe I'll start being more fashionable x

BUXUR//TROUSERS : Cleopatra Tískuverslun
BOLUR//TOP : Pretty Little Thing
SKÓR//SHOES : Topshop 

PS. Þetta áttu bara að vera sætar myndir af mér en ekki bloggmyndir svo þær eru bara í iPhone gæðum, stend mig betur næst.. lofa // PS. These weren't supposed to be blog pictures so they are  crappy iPhone quality, next time will be better.. I promise 

post signature

Friday, July 7, 2017

BEAUTY WISHLIST

STILA HEAVEN'S HUE HIGHLIGHTER einstaklega intense highlighter með skemmtilegri "putty" áferð, ég hreinlega verð að prófa // an intense highlighter with a weird putty texture, I simply have to try it out!

MILK EYE PIGMENT Fallegir metallic kremaugnskuggar frá merki sem mér finnst virkilega heillandi // beautiful metallic eyeshadows from a brand that I find very fascinating

GLOSSIER BOY BROW  Litað augabrúnagel sem allir virðast elska, Glossier er líka bara svo fáránlega svalt fyrirtæki // a tinted eyebrow gel that everyone and their mom seems to love, Glossier is just too cool

NATASHA DENONA FOUNDATION X Hef séð nokkra prófa þennan farða og allir virðast fýla hann í botn, góð þekja með fallegri semi-dewy áferð // So far I've only seen rave reviews on this beautiful full coverage foundation, plus it's pretty dewy which I love

NARS SOFT MATTE COMPLETE CONCEALER Ég elska Nars, ég elska hyljara, ég þarf þennan, meira var það ekki // I love Nars, I love concealers, I need this one, that's all folks

BOSCIA CHARCOAL JELLY BALL CLEANSER Furðulegar húðvörur eru bara svo skemmtilegar, hreinsihlaupkúla sem virðist fara vel í fólk, mjög áhugavert // weird skincare is just so much fun, people have been liking this jelly ball cleanser so I want to give it a go

MARC JACOBS DEW DROPS Afþví ég vil lykta eins og kókoshneta og ljóma frá toppi til táar, ok? //Because I need to smell like coconuts and glow from top to bottom, ok? 

ICONIC LONDON ILLUMINATOR Súper kraftmikill blautur highlighter, ég veit þetta er þriðji highlighterinn á listanum en svona er þetta bara // A super intense liquid highlighter, I know this is the third highlighter on the list but that's just how the cookie crumbles

Hvað er á þínum óskalista? //What's on your wishlist?

post signature

Tuesday, May 16, 2017

ELÍN LIKES VLOGGING #1 | LET'S DO THIS SHIT


Hér er loksins nýtt myndband, fyrsta myndbandið eftir rúmlega árspásu. Mig langar að hafa meira casual stuff á Youtube stöðinni (auðvitað ásamt förðunarmyndböndum) svo að hér er mitt fyrsta vlog! Vonandi finnst ykkur þetta skemmtilegt, endilega hendið í like, comment og follow á YT til að fylgjast með komandi vikum x

//I finally uploaded a new video on to YT after over a year break. All my videos are in Icelandic, very sorry about that but you know, I gotta take care of my icelandic babes. Maybe one day I'll do something in english, who knows!

post signature

Thursday, May 11, 2017

HOLY GRAIL NUDE LIP COMBO


Mig langar að deila með ykkur mínu go-to vara kombói. Þegar ég skvísa mig upp er ég ágætlega dugleg að breyta til í augnförðuninni en ég enda vanalega alltaf með sömu vörurnar á vörunum (takk íslenska). Þessar vörur framkalla saman mínar fullkomnu nude varir og mér finnst ég hrikalega kyssileg þegar þetta er komið á. Hér er uppskriftin :

I want to share with you guys my go-to lip combo. When I want to look my best I'm quite good at changing up my eye make up but I usually end up going with the same products on the lips. Together these products create my perfect nude lip and I think my lips look luscious and pretty. Here's the recipe :

Tuesday, March 14, 2017

YOUTUBE FAVORITES


Youtube hefur verið stór partur af lífi mínu síðan það varð "thing". Til að byrja með horfði ég á allt og alla, það var ekki make up tutorial sem ég missti af en nú er ég orðin aðeins meira picky á fólkið og myndböndin sem ég nenni að horfa á. Hér eru mín uppáhöld, góð blanda af alls kyns contenti. Eins mikið og ég elska casual vlogs þá er ég líka ótrúlega hrifin af funky myndböndum sem eru fullkomnlega klippt. Vonandi finnið þið einhver ný uppáhöld hérna x

//Youtube has been a huge part of my life since it became a "thing". To begin with I watched everyone and everything, there wasn't a make up tutorial that I missed but now I am a bit more picky about the people and content I like to watch. Here are my favorites, a good mix of everything. As much as a love a casual vlog, I am also a big fan of funky videos that are immaculately edited. Hopefully you'll discover some new faves here x

Monday, March 13, 2017

ICY BLUE

Gerði þessa förðun fyrir nokkrum vikum, var svo ánægð með útkomuna svo ég ákvað að deila myndum og vörulista með ykkur x

//Did this look a few weeks back, loved the way it turned out so I decided to share some pictures and a list of the products used on the eyes with you guys x 

AUGNSKUGGAR//EYESHADOWS : VISEART - EDITORIAL BRIGHTS*, KAT VON D - MI VIDA LOCA, JUVIAS PLACE - MASQUERADE
GLIMMER//GLITTER : EYE KANDY - ICING*, DUST AND DANCE - THE MAGICIAN* & IRIDESCENT PINK ANGEL*
AUGNHÁR//EYELASHES : SIGMA LINE ACE - ENDORSE*

post signature

Friday, January 13, 2017

2 0 1 6


Ég get með sanni sagt að 2016 var eitt besta ár lífs míns. 

Árið byrjaði nokkuð vel, útlandaferð og önnur skemmtilegheit en í mars kom veltipunktur ársins. Það var kominn tími til að enda sambandið sem ég hafði verið í síðan ég var unglingur. Við höfðum búið saman í fimm ár og eigum saman minningar sem ég mun varðveita að eilífu. En það er nauðsynlegt að hlusta á hjartað sitt og fylgja því og það er það sem ég gerði. 

Við tóku nokkuð erfiðir tímar en ég fann fljótt hamingjuna aftur. Allt í einu var ég einhleyp ung dama í stóru borginni, borgandi reikningana alein og byrjuð á Tinder (förum ekki nánar út í það að þessu sinni). Þetta hefur verið ágætlega erfitt á tímunum en allt í allt hefur það hefur gengið furðulega vel. Ég er kannski ekki alveg jafn glæsileg og stöllur mínar í Sex and the City en lífið er gott og við Ása erum ekki að svelta (þvert á móti). Ef ég segji alveg satt þá er ég hrikalega stolt af sjálfri mér, það er gaman að sjá að maður getur staðið á eigin fótum og ég ætla að gefa sjálfri mér klapp á bakið.

Í gegnum þessar tilfinningasveiflur þá gerðist þó nokkuð skemmtilegt; ég fann ástina á sjálfri mér. Í fyrsta skipti á ævi minni leið mér (og líður enn) 100% vel í eigin skinni. Eftir mörg ár af því að finnast ég ekki nógu góð hef ég loksins tekið sjálfa mig í sátt. Þó ég sé ekki með fullkomið nef, bæti á mig nokkrum kílóum eða geri mistök þá er ég er falleg, fyndin og góðhjörtuð. Ég er ekki og mun aldrei vera fullkomin og það er bara í góðu lagi. Ef fólk kann ekki að meta mig eins og ég er þá er það bara fólk sem ég ætla ekki að eyða tímanum í.

Ég er ekki að segja að ég eigi ekki mína off daga, það er eðlilegt og gerist fyrir alla. Það er bara nauðsynlegt að læra að kljást við vandamálin, stressa sig ekki á litlu hlutunum og horfa fram á við. Vera óhræddur við að leyfa sér að gráta og fá hjálp frá öðrum. Á endanum skoppar maður ennþá sterkari til baka.

Eins og ég sagði í byrjun færslunar þá var árið frábært (þrátt fyrir nokkra daga sem ég hélt ég myndi drukkna úr tárum). Ferðalögum, útihátíðum og trilljón kvöldum á Prikinu naut ég með yndislegu fólki. Ég eignaðist fullt af nýjum vinum og náði að styrkja gömul vinabönd ásamt því að fá endalaust af knúsum frá fjölskyldunni. Ég hef aldrei verið ríkari. Þetta fallega og góða fólk er ástæðan fyrir því að árið mitt var svona gott. Án þeirra hefði það verið algjört prump. 

Ég vil einnig þakka ykkur elsku vinir útum allar trissur fyrir að fylgjast með mér allan þennan tíma. Sum ykkar eruð bara að kynnast mér fyrst núna og sum ykkar hafa verið með mér frá því að ég byrjaði. Takk fyrir allt, takk fyrir stuðninginn og ástina. Þið eruð yndisleg x 

Nú er kominn tími á að loka kafla 2016 og hefja kafla 2017. Hann verður eflaust æsispennandi og ég hlakka til að leyfa ykkur að vera með!

PS. Ég er alltaf svolítið væmin.
post signature

Blogger Template designed By The Sunday Studio.