Wednesday, November 23, 2016

CHRISTMAS GIFT GUIDE #1

1. Andlit Förðunarbók - Bækur eru mögulega besta jólagjöf sem hægt er að fá og finnst mér að þessi ætti að vera á óskalistum allra þessi jólin. Falleg og fróðleg bók eftir Hörpu Káradóttur förðunarsnilla með myndum eftir Snorra Björns // 2. Palmat - Burstasérfræðingarnir hjá Sigma stofnuðu nýlega systurfyrirtækið Prackt en þeirra fyrsta vara er þessi litla og þægilega burstamotta sem auðveldar burstaþrif verulega // 3. Tinna Royal - Skreytingar á heimilið eru alltaf velkomnar í jólapakkann minn en Tinna Royal gerir einstaklega skemmtilega hluti. Ég fékk kleinuhringi að gjöf frá systur minni síðustu jól og ég elska þá og langar í fleira frá Tinnu, t.d. þessa mynd // 4. Crosley Record Player - Plötuspilari er efst á mínum óskalista en ég hef enn ekki fundið þann rétta, þessi frá Crosley er þó mjög skemmtilegur - fallegur og lítill á flottu verði // 5. FAB Facial Radiance Intensive Peel - Húðvara sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér upp á síðkastið en hann umbreytir húðinni minni á nokkrum mínútum. Algjör snilld // 6. Morphe Burstar - Sem heimsins mesti burstaperri þá finnst mér burstar alltaf vera góð hugmynd að gjöf. Rose Gold línan frá Morphe er æði, burstarnir eru fallegir, silkimjúkir og á sturlað góðu verði // 7. Canon G7X - Sko, þetta er alltof dýr gjöf að mínu mati en ég vildi leyfa henni að vera með því mig langar svo mikið í þessa elsku. Lítil og nett með flip screen, fullkomin fyrir selfies (hehe) // 8. Sokkar - Ég er fyrst og fremst burstaperri en síðan eru sokkar ást númer tvö. Litríkir, glimmeraðir, grillaðir og skemmtilegir sokkar eru bara yndislegir og ættu allir að eiga allavega eitt þannig par (eða 20) // 9. Kaktusar & plöntur  - Plöntusafn mitt hefur stækkað verulega á árinu og finnst mér að allir ættu að umkringa sig með fallegum grænum krúttum. Kaktusar eru skemmtilegir því þeir eru sætir og auðvelt að hugsa um þá!

post signature

Wednesday, November 16, 2016

SMOKED PURPLE


Sýndi þessa förðun á snappinu fyrir stuttu (snapchat : elinlikes) og ég var hrikalega sátt með það svo ég ákvað að deila nokkrum myndum hér ásamt vörulista. Já og ég er að reyna að koma mér aftur í blogggírinn, ég veit ég segji þetta mjög oft en hey, svona er þetta bara. Njótið!

// I recently did this look on my snapchat (elinlikes) and I was pretty pleased with it so I thought I'd share some photos with you along with a list of the products used. And yes, I am trying to get back in to blogging and I know I say that all the time but hey, that's just how it is. Hope you enjoy!

AUGU/EYES : MAC PAINTPOT - SOFT OCHRE // VISEART - 08 EDITORIAL BRIGHT* // HOT MAKE UP - CONNECTION* // MAC GEL LINER - BLACK TRACK // MAKE UP GEEK PIGMENT - UTOPIA + INGLOT - DURALINE // YSL COUTURE KAJAL - 1* // MAKE UP GEEK - SHIMMA SHIMMA // CERTIFEYE - HALO 

ANDLIT/LIPS : MAC - STROBE CREAM // NARS SHEER GLOW - FIJI + MAC FACE AND BODY - WHITE // OFRA SCULPTING WANDS - DAWN + SUNSET* // RCMA - NO-COLOR POWDER // MAC MINERALIZE SKIN FINISH - GIVE ME SUN // MAC MINERALIZE BLUSH - DAINTY //  MILANI - LUMINOSO // OFRA - BEVERLY HILLS*

VARIR/LIPS : CHARLOTTE TILBURY - ICONIC NUDE // URBAN DECAY - NAKED // MAC - PINK LEMONADE
post signature

Wednesday, August 17, 2016

A WEEK IN PICTURESVið systurnar ásamt Mána (sonur hennar) skelltum okkur fyrir stuttu í smá ferðalag. Ferðinni var heitið í heimaþorpið okkar, Þingeyri en við tókum smá auka hring og stoppuðum á fleiri stöðum á leiðinni. Helginni var síðan eytt á Ísafirði þar sem að Mýrarboltinn var í gangi. Yndisleg vika með dásamlegu fólki x

//A few weeks ago my sister, her son and I went on a little roadtrip. We went to our home town, Þingeyri, but made a few extra stops on the way. Then we spent the weekend in Ísafjörður were the Swamp Soccer competition was going on. A lovely week spent with my favorite people x

post signature

Thursday, July 28, 2016

REVIEW : OFRA BEVERLY HILLS HIGHLIGHTEREACH SHADE SWATCHED SEPARATELY // ALL SWIRLED TOGETHER

Nýr uppáhalds highlighter - já ég ætla bara að byrja þessa færslu á þessum orðum. Í byrjun sumarsins gaf Ofra út Beverly Hills* highlighterinn en hann skiptist í fimm liti sem hægt er að nota saman eða í sitthvoru. Hver litur er fáránlega litsterkur og gefur klikkaðan gljáa. Ég hef verið að nota þennan highlighter í um tvær vikur núna og hef fallið fyrir þessari dásemd. Vanalega blanda ég öllum litunum saman en ég dýfi stundum í ljósasta litinn og set hann aukalega þar sem ég vil extra sumthin'. 

Formúlan er mjög mjúk svo mér finnst best að nota Morphe M510 sem er eins og stór augnskugga blöndunarbursti eða M310 sem er mjúkur fan bursti. Til að gera highlighterinn ekki subbulegan er ég meira að pressa burstanum ofan á litina frekar en að pota burstanum beint í, fattiði mig?

Varúð! Þessi highlighter er ekki fyrir þá sem vilja náttúrulegan krúttljóma - þessi er fyrir þá sem vilja að the glow sjáist úti í geim. 

Beverly Hills highlighterinn er seldur í verslun og netverslun Fotia á 3990.- krónur!

//My new favorite highlighter - yes, I'm starting this post off on those words. At the beginning of summer, Ofra released the Beverly Hills* highlighter. The highlighter splits into five shades that can be used together or separately. Each shade is incredibly pigmented and gives off an intense glow. I've been using it for around two weeks now and I've fallen in love. I usually like to mix all the shades together but sometimes I dip my brush into the lightest shade and add it to the places I want a little (or a lot) extra sumthin'.

The formula is very soft so you have to be a little bit careful when using it. I like using the Morphe M510 which is like a big eyeshadow blending brush or M310 which is a soft fan brush. So the powder doesn't go everywhere I prefer to press the brush on top of the shades instead of going ham swirling it around. Do you get what I'm saying?

Warning! This higlighter is not for the faint at heart. It's not one of those super natural, lit from within highlighters - this is for us who like our glow to be seen from outer space.

It's sold in store and online at Fotia (international shipping!) for 3990 ISK.
post signature
þessi færsla er ekki kostuð // highlighterinn fékk ég að gjöf frá Fotia

Blogger Template designed By The Sunday Studio.