Tuesday, January 16, 2018

MAKE UP LOOK | DESERT DUSK
Sýndi þessa förðun á snapchat fyrir stuttu en mér tóks loksins að gera vel heppnað hálft cut crease (gleði, gleði!). Ég var að prófa Desert Dusk pallettuna frá Huda Beauty í fyrsta skiptið og hingað til hefur hún reynst mér ansi vel, fallegir litsterkir augnskuggar sem blandast vel! Var hrikalega ánægð með útkomuna (meira að segja hrósaði kæró augnförðuninni endalaust) svo mig langaði að deila með ykkur vörunum sem ég notaði x

HÚÐ : 
Smashbox - Primerizer* + Becca - First Light Priming Filter
LA Girl - Pro Coverage foundation (Nude Beige) + Jouer - Essential foundation (Almond)
Tarte - Shape Tape (Light Neutral)
RCMA - No Colour Powder
MAC - Give Me Sun
Nars - Orgasm
Ofra - Rodeo Drive 

AUGABRÚNIR :
LA Girl - Shady Slim Brow Pencil (Brunette)
Eye Of Horus - Dual Brow Perfect

AUGU :
Huda Beauty - Desert Dusk
Lit Cosmetics - Afternoon Delight
Koko Lashes - Fifth Ave

VARIR : 
Charlotte Tilbury - Iconic Nude
MAC - Enchanted One
MAC - Pink Lemonade 
post signature
þessi færsla er ekki kostuð // stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf, aðrar keypti ég sjálf

Sunday, January 14, 2018

WISHLIST #1

1 2 3 4 5 6 7 

Þið sem hafið fylgst með mér í gegnum árin vitið vel að ég er netverslunarsjúklingur (sem er frábært fyrir mig en bankareikningurinn er því miður ekki sammála). Uppá síðkastið hef ég meira verið að fletta í gegnum fatasíður (er byrjuð að átta mig á því að ég á (meira en) nóg af snyrtivörum) og langaði mig því að gera það að reglulegum lið hérna á blogginu að sýna ykkur brot af því sem leynist í óskalistunum sem ég hef safnað í á alls kyns síðum - það kannski hjálpar ykkur að finna einhverja gullmola! 

Langaði líka að deila með ykkur mínum topp þremur fataverslunum á netinu - ég get alltaf fundið mér eitthvað fallegt á góðu verði á þessum síðum x 

ASOS 
MISSGUIDED 
PRETTY LITTLE THING 

post signature
þessi færsla er ekki kostuð

Thursday, January 11, 2018

2017 FAVORITESÉg veit ég er sein en jæja, fyrst að árið 2018 er gengið í garð er viðeigandi að fara yfir mínar uppáhalds vörur árið 2017. Að þessu sinni ákvað ég að tala einungis um þær vörur sem ég prófaði fyrst á árinu, þannig hér höfum við þær vörur sem stóðu uppúr af nýjungunum árið 2017. 

Eins og það komu nú út margar flottar vörur þá var ég einstaklega góð í að spara þetta árið og voru nýjungaskúffurnar ekki alveg jafn fullar og síðustu ár, við sjáum til hvernig mér gengur í sparnaði þetta árið (þetta skrifa ég meðan ég bíð eftir að DHL banki upp á með sendinguna mína). 

Gleðilegt 2018 - vonandi byrjar nýja árið vel hjá ykkur!

Becca First Light Priming Filter - sem lítil primer manneskja kom þessi í lífið mitt og breytti því til hins betra. Þessi fjólubláa dásemd gefur raka, ljóma og gerir húðina almennt ferskari. Algjör bomba bæði undir farða og einn og sér.

LA Girl Pro Coverage Foundation - ég var mjög spennt að prófa þennan og var svo sannarlega ekki svikin. Hann gerir húðina mína fullkomna með miðlungs til fullri þekju, léttum ljóma og endist bókstaflega allan daginn. Er búin að nota hann endalaust í gegnum árið og hefur hann náð öðru sæti á uppáhalds farðalistanum (Nars Sheer Glow að sjálfsögðu í fyrsta). 

Tarte Shape Tape - þessi hyljari er að öllum líkindum á uppáhalds lista allra en hann á það svo sannarlega skilið. Fáranlega góð þekja sem endist í gegnum daginn, fer lítið sem ekkert í fínar línur og lítur vel út á húðinni. ATH! A little goes a long way.

Nars Soft Matte Concealer - annar hyljari sem ég féll fyrir á árinu. Full þekja sem einhvernveginn lítur alltaf náttúrulega út, ekki jafn þykkur og t.d. Shape Tape. Þessi hefur verið uppáhaldið mitt sem hversdags, ég nota bara örlítið undir augun og þar sem er roði og hann hylur allt án þess að sjást. Nota hann líka mikið þegar ég nota léttari hyljara til að gefa aaaðeins betri þekju. 

RCMA No Colour Powder - algjörlega gegnsætt laust púður sem setur allt á sinn stað án þess að breyta litnum. Ég hef séð það notað á mjög ljósa húð og mjög dökka húð og það stendur við nafn sitt; enginn litur. Uppáhaldið mitt til að setja hyljarann undir augunum, mattar án þess að þurrka.

Ofra Rodeo Drive - Ofra einfaldlega kann ekki að gera lélega highlightera. Þessi er búinn að vera uppáhalds highlighterinn minn í gegnum allt árið. Virkilega fallegur og intense kampavínsgylltur litur sem situr fallega á húðinni.

LA Girl Shady Slim Brow Pencil - hræódýr, góður augabrúnablýantur? Já takk. Þessi kom út í byrjun ársins og tók fljótlega við af dýrari blýöntunum sem alltaf hafa verið í uppáhaldi. Ég breytti nýlega úr litnum Medium Brown í Brunette og fýla ég hann aðeins betur, hann er kaldari og örlítið dekkri. 

Urban Decay Naked Heat- einstaklega falleg palletta með góðum litsterkum augnskuggum sem blandast eins og draumur. Hef nú þegar gert ítarlega færslu um hana svo ég ætla ekki að blaðra of mikið, getið lesið allt um hana hér

Eye of Horus Bio Mascara - frá því að ég prófaði þennan fyrst hef ég verið ástfangin. Ég er með mjög léleg augnhár, stutt og fíngerð EN einhvernveginn nær þessi að gera þau þykkari, lengri , krullaðari og helst líka á allan daginn án þess að erta mín viðkvæmu augu. Uppáhalds að eilífu (held ég).

Make Up Store Gold Digger Eyeliner - furðulegt fyrir mig að setja inn augnblýants uppáhald þar sem ég er lítið fyrir liner á sjálfri mér en ég nota þennan meira sem augnskugga. Þessi fallegi bronsaði litur er það sem ég teygji mig mest í þegar ég vil smávegis á augun, ég geri þykka lína meðfram augnhárunum, blanda út og voila! 

Koko Lashes 502 - ég hef örugglega farið í gegnum svona 30+ pör af þessum í gegnum árið (afþví ég er ömurleg að ganga frá augnhárunum mínum þegar ég tek þau af og enda þau flest á rykugu gólfinu). Náttúruleg augnhár sem láta mig einfaldlega líta út fyrir að vera með FULLKOMIN augnhár. Mæli með þessum fyrir ALLA.

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf, aðrarr keypti ég sjálf

Thursday, September 28, 2017

REVIEW | DOSE OF COLORS DESIXKATY COLLECTION


Í dag höfum við samstarf Dose of Colors við Youtube stjörnunar Desi Perkins og Katy. Í hreinskilni sagt þá er ég vanalega voðalega lítið fyrir svona samstörf en þar sem Desi og Katy eru með mínum uppáhalds Youtube píum gat ég ekki sleppt því að splæsa. Þær eru með þeim fáu sem hafa haldið sér niðri á jörðinni þrátt fyrir "frægð og frama" og met ég það til mikils.

Í línunni komu 8 vörur : 2 highlighter-ar, 2 varalitir, 2 fljótandi varalitir, varagloss og augnskuggapalletta. Ég valdi mér eitt úr hverjum flokk (þó mig hafi langað í allt).


Monday, September 25, 2017

FIVE PRODUCTS I'VE BEEN LOVING


THE ORDINARY HYALURONIC ACID 2% + B5
Ég pantaði mér loksins nokkrar vörur frá The Ordinary í Júlí og hefur þessi vara staðið uppúr af þeim sem ég hef prófað. Hyaluronic sýrur hjálpa að viðhalda raka í húðinni og verður húðin því frískari og meira "plump". Ég nota "serumið" á kvöldin eftir hreinsun og fyrir rakakrem og hef ég séð mikinn mun á húðinni. Mæli klárlega með að skoða vörurnar frá The Ordinary þar sem þær eru ekki bara góðar heldur líka á hlægilegu verði! Næst á dagskrá er að prófa förðunarvörurnar þeirra.

BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER
 Ég var einstaklega stillt í Sephora þegar ég kíkti til Danmerkur í enda júní en ég labbaði þó út með tvær vörur frá Becca. Farðinn hefur verið í miklu uppáhaldi en ÞESSI PRIMER! Ég sem er vanalega lítið fyrir primera er rúmlega hálfnuð með þennan. Primerinn er rakagefandi, gerir húðina silkimjúka, gefur léttan ljóma og fjólublái liturinn (sem sést þó ekki á húðinni) frískar upp á húðtóninn. Algjört uppáhald hjá mér (gaman að segja frá því að Becca kemur til Íslands í Október!)

URBAN DECAY NAKED HEAT PALETTE*
Átti ekki von á því að nota þessa pallettu jafn mikið og ég hef gert þar sem síðusta árið hef ég að mestu teygt mig í bleika, fjólubláa og ferskjulitaða augnskugga. En eftir að fá þessa pallettu í safnið hef ég verið að færa mig í fallega heim hlýrra augnskugga á ný. Fallegir litsterkir augnskuggar sem blandast eins og draumur (færsla hér). 

THE BODY SHOP SHINE LIP LIQUID*
Ég mála mig lítið sem ekkert dagsdaglega en þegar ég hendi einhverju framan í mig finnst mér þessir léttu, rakagefandi glossar vera algjör snilld. Glossarnir koma í 6 fallegum litum en Orange Lollipop hefur verið í veskinu mínu síðan ég fékk hann og Watermelon Fizz er líka mjög sætur ef maður vill aðeins bjartari lit. 

LOVING TAN DELUXE BRONZING MOUSSE Í ULTRA DARK*
Uppáhalds brúnkan mín þegar ég vil vera dökk og fín. Ég er náttúrulega mjög hvít og því set ég bara eina létta umferð af froðunni og þá fæ ég jafnan lit sem hentar mér mjög vel, það er þó auðveldlega hægt að setja tvær umferðir á og fá enn dekkri lit. Brúnkan er með með fallegum ólivu undirtón sem er snilld því þá endar maður ekki appelsínugulur, heldur bara fallega sólbrúnn og fínn. Af öllum þeim froðum sem ég hef prófað endast þessi allra lengst á mér, sem er algjör snilld EN þar af leiðandi getur verið smá erfitt að ná henni alveg af og þarf ég þá að skrúbba mig vel og vandlega.

//  

THE ORDINARY HYALURONIC ACID 2% + B5
I finally ordered some products from The Ordinary back in June and this product has been the one that stood out the most for me. Hyaluronic acids help maintain moisture in the skin, resulting in more fresh and plump skin. I use the "serum" every night after cleansing and before applying moisturizer and I've seen a noticeable difference in my skin. I definitely recommend checking out The Ordinary's products as they are not only good but also crazy affordable! Next up is trying their make up products.

BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER
I was very well behaved when I visited Sephora in Denmark last June but I did leave the store with two products from Becca. The foundation I bought I love but THIS PRIMER THO! I'm usually not a primer gal but I am already more than half way through this one. It keeps the skin hydrated and silky smooth whilst adding a bit of glow and the purple hue (which doesn't show up on the skin) magically evens out my skin tone. An absolute favorite of mine! (Fun fact - Becca will finally be available in Iceland in October).

URBAN DECAY NAKED HEAT PALETTE*
I wasn't expecting to love this palette as much as I do as I've mostly been reaching for pink, purple and peach eyeshadows this last year. But after this beauty made it's way into my collection I've been diving back into the beautiful world of warm hues. Gorgeous pigmented shades that blend like a dream (a full review here).

THE BODY SHOP SHINE LIP LIQUID*
On an everyday basis I wear little to no make up but when I do slather something on my face I've been loving these lightweight, moisturising lip glosses from The Body Shop. They are available in 6 beautiful shades, my favorite being Orange Lollipop (it's been in my purse ever since I got it) and Watermelon Fizz is perfect for a brighter look!

LOVING TAN DELUXE BRONZING MOUSSE Í ULTRA DARK*
My favorite self tanner when I want a dark tan. I am naturally verrrry pale so I like to apply one light layer which gives me a nice even colour that suits me well. Saying that you can add two (or more) layers for an even deeper tan. The tan has an olive undertone which is perfect as it doesn't leave you looking like an oompa loompa. Out of all the tanning foams I've tried this one lasts the best on me BUT as a result it can be quite a hassle to remove, so a long good scrub is necessary. 

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf, hinar keypti ég sjálf

Blogger Template designed By The Sunday Studio.