Thursday, September 21, 2017

REVIEW | CHARLOTTE TILBURY UNISEX HEALTHY GLOW


BARE FACE VS CHARLOTTE TILBURY UNISEX HEALTHY GLOW
EVERYDAY-ISH MAKE UP : UNISEX HEALTHY GLOW, TARTE SHAPE TAPE, MAC GIVE ME SUN & BROWS (HERE)

Charlotte Tilbury er nafn sem allir förðunarelskendur ættu að þekkja - konan er ekki bara með fáránlega impressive ferilskrá, hún hefur líka búið til einstaklega vel heppnaða förðunarlínu. Ein nýjasta varan hennar er Unisex Healthy Glow.

Unisex Healthy Glow er hvítt krem sem breytist í fallega brúnku þegar því er nuddað inn í húðina. Það er engin þekja í kreminu en það gefur húðinni fallegan ljóma og létta brúnku sem frískar vel upp á andlitið. Ég hef verið að nota kremið mikið fyrir léttar "hversdags" farðanir og finnst best að blanda því inn með þéttum bursta. Mér finnst nauðsynlegt að púðra yfir kremið þar sem það þornar ekki niður. Þannig helst það á allan daginn!

Mér finnst varan algjör snilld og mun klárlega halda áfram að nota hana, hún hentar mér líka mjög vel þar sem ég er oftast með brúnkukrem en það fer alltaf fyrr af andlitinu og þarf ég þar af leiðandi að reyna að jafna út mismuninn á andlitinu og hálsinum. Ég myndi þó segja að varan henti ekki fyrir mjög ljósa húð, kremið er of dökkt þegar ég er ekki með brúnku.

Topp vara fyrir alla sem vilja smá ljóma og lit, líka núna þegar sólin fer að hverfa og kuldaboli tekur á móti okkur.

Unisex Healthy Glow er til á cultbeauty.co.uk

//Charlotte Tilbury is a name that every make up lover should know - the woman doesn't only have a super impressive resume, she's also created a beautiful make up line. One of her newest product is the Unisex Healthy Glow.

Unisex Healthy Glow is a white cream that adjusts to a nice tan when rubbed into the skin. It doesn't have any coverage, it simply gives the skin a nice glow and sunkissed look. I've been buffing this onto my skin with a dense brush for an easy "everyday" make up look. I find it necessary to powder on top as it doesn't really dry down. That way it stays on all day!

I absolutely love the product and will definitely keep on using it, for me it's great because I usually have a bit of self tanner on my body so this helps even out the difference between my face and neck. Saying that, this product does not work for me when I am at my palest, then it's a bit too dark and noticeable on my skin. 

A great product to check out if you want a bit of glow and colour, especially now when the sun is going away and colder days are upon us.

Unisex Healthy Glow is available on cultbeauty.co.uk

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // vöruna keypti ég sjálf

Tuesday, September 12, 2017

VIDEO > UPDATED EYEBROW ROUTINE
PRODUCTS USED : 
RefectoCil Oxidant 3% 10Vol. Liquid
RefectoCil 1 & 3

LA Girl - Shady Slim Brow Pencil (Medium Brown) 
Eye of Horus - Dual Brow Perfect
MAC Studio Finish Concealer - NC15 
Sigma - E15 

post signature
þessi færsla er ekki kostuð

Thursday, August 24, 2017

REVIEW | NAKED HEAT PALETTEÞað hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að nýjasta viðbótin í Naked fjölskyldu Urban Decay er komin til landsins, Naked Heat* pallettan. Af öllum Naked pallettunum sem hafa komið út er þetta pallettan sem hefur heillað mig mest, 12 hlýjir litir í alls kyns áferðum.

Að mínu mati er formúlan í þessari pallettu sú besta af öllum pallettunum; augnskuggarnir eru litsterkir, blandast eins og draumur og auðveldir í notkun. Eini liturinn sem tikkar ekki í öll boxin er sá ljósasti, Ounce, hann mætti vera betri þar sem hann sést varla á húðinni. Ef ég fengi að ráða þá myndi ég líka skipta næstljósasta litnum, Chaser, út fyrir einn góðan karrígulan, þá væri pallettan fullkomin!

Yfir allt er ég mjög ánægð með þessa pallettu, gullfallegir litir, góð blanda af möttum og sanseruðum skuggum og að mínu mati eru þetta langbestu pakkningarnar hingað til! Húrra fyrir ykkur Urban Decay - þið stóðuð ykkur vel.

Urban Decay er selt í Hagkaup í Smáralind

// This summer Urban Decay released their newest addition to the Naked family; the Naked Heat palette. Out of all the Naked palettes this one is definitely my favorite, 12 warm shades in all types of finishes.

I feel the formula in this one is the best out of all the palettes; the eyeshadows are very pigmented, blend like a dream and are easy to use. The only shadow that didn't tick all the boxes is the lightest one, Ounce, as it barely shows up on my skin. If I'd get to choose I would've also switched out Chaser for a yellow curry-ish shade., then it would be perfect!

Overall I am very pleased with the palette, stunning shades, a good mix of mattes and shimmers and this is definitely the best packaging out of the Naked palette bunch. Hurray for Urban Decay - you did well.

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // pallettuna fékk ég að gjöf frá Urban Decay

Monday, July 10, 2017Fyrir tveimur vikum var ég á leið í útskriftir hjá fallegu vinkonum mínum og fannst ég svo fín að ég lét taka myndir af mér! Eftir endalausar fyrirspurnir um þessar dásamlegu buxur ákvað ég að setja þetta hingað inn, mín fyrsta outfit færsla - vonandi líkar ykkur vel og endilega látið mig vita ef þið viljið fleiri! Kannski byrja ég að vera algjör skvís x

//I actually had my pictures taken two weeks ago before I went out to celebrate with my girlfriends - I was feeling extra snazzy! After endless questions about these beautiful trousers I decided to post my first outfit post - hopefully you like it & please let me know if you'd like more! Maybe I'll start being more fashionable x

BUXUR//TROUSERS : Cleopatra Tískuverslun
BOLUR//TOP : Pretty Little Thing
SKÓR//SHOES : Topshop 

PS. Þetta áttu bara að vera sætar myndir af mér en ekki bloggmyndir svo þær eru bara í iPhone gæðum, stend mig betur næst.. lofa // PS. These weren't supposed to be blog pictures so they are  crappy iPhone quality, next time will be better.. I promise 

post signature

Friday, July 7, 2017

BEAUTY WISHLIST

STILA HEAVEN'S HUE HIGHLIGHTER einstaklega intense highlighter með skemmtilegri "putty" áferð, ég hreinlega verð að prófa // an intense highlighter with a weird putty texture, I simply have to try it out!

MILK EYE PIGMENT Fallegir metallic kremaugnskuggar frá merki sem mér finnst virkilega heillandi // beautiful metallic eyeshadows from a brand that I find very fascinating

GLOSSIER BOY BROW  Litað augabrúnagel sem allir virðast elska, Glossier er líka bara svo fáránlega svalt fyrirtæki // a tinted eyebrow gel that everyone and their mom seems to love, Glossier is just too cool

NATASHA DENONA FOUNDATION X Hef séð nokkra prófa þennan farða og allir virðast fýla hann í botn, góð þekja með fallegri semi-dewy áferð // So far I've only seen rave reviews on this beautiful full coverage foundation, plus it's pretty dewy which I love

NARS SOFT MATTE COMPLETE CONCEALER Ég elska Nars, ég elska hyljara, ég þarf þennan, meira var það ekki // I love Nars, I love concealers, I need this one, that's all folks

BOSCIA CHARCOAL JELLY BALL CLEANSER Furðulegar húðvörur eru bara svo skemmtilegar, hreinsihlaupkúla sem virðist fara vel í fólk, mjög áhugavert // weird skincare is just so much fun, people have been liking this jelly ball cleanser so I want to give it a go

MARC JACOBS DEW DROPS Afþví ég vil lykta eins og kókoshneta og ljóma frá toppi til táar, ok? //Because I need to smell like coconuts and glow from top to bottom, ok? 

ICONIC LONDON ILLUMINATOR Súper kraftmikill blautur highlighter, ég veit þetta er þriðji highlighterinn á listanum en svona er þetta bara // A super intense liquid highlighter, I know this is the third highlighter on the list but that's just how the cookie crumbles

Hvað er á þínum óskalista? //What's on your wishlist?

post signature

Blogger Template designed By The Sunday Studio.