Tuesday, March 14, 2017

YOUTUBE FAVORITES


Youtube hefur verið stór partur af lífi mínu síðan það varð "thing". Til að byrja með horfði ég á allt og alla, það var ekki make up tutorial sem ég missti af en nú er ég orðin aðeins meira picky á fólkið og myndböndin sem ég nenni að horfa á. Hér eru mín uppáhöld, góð blanda af alls kyns contenti. Eins mikið og ég elska casual vlogs þá er ég líka ótrúlega hrifin af funky myndböndum sem eru fullkomnlega klippt. Vonandi finnið þið einhver ný uppáhöld hérna x

//Youtube has been a huge part of my life since it became a "thing". To begin with I watched everyone and everything, there wasn't a make up tutorial that I missed but now I am a bit more picky about the people and content I like to watch. Here are my favorites, a good mix of everything. As much as a love a casual vlog, I am also a big fan of funky videos that are immaculately edited. Hopefully you'll discover some new faves here x

Monday, March 13, 2017

ICY BLUE

Gerði þessa förðun fyrir nokkrum vikum, var svo ánægð með útkomuna svo ég ákvað að deila myndum og vörulista með ykkur x

//Did this look a few weeks back, loved the way it turned out so I decided to share some pictures and a list of the products used on the eyes with you guys x 

AUGNSKUGGAR//EYESHADOWS : VISEART - EDITORIAL BRIGHTS*, KAT VON D - MI VIDA LOCA, JUVIAS PLACE - MASQUERADE
GLIMMER//GLITTER : EYE KANDY - ICING*, DUST AND DANCE - THE MAGICIAN* & IRIDESCENT PINK ANGEL*
AUGNHÁR//EYELASHES : SIGMA LINE ACE - ENDORSE*

post signature

Friday, January 13, 2017

2 0 1 6


Ég get með sanni sagt að 2016 var eitt besta ár lífs míns. 

Árið byrjaði nokkuð vel, útlandaferð og önnur skemmtilegheit en í mars kom veltipunktur ársins. Það var kominn tími til að enda sambandið sem ég hafði verið í síðan ég var unglingur. Við höfðum búið saman í fimm ár og eigum saman minningar sem ég mun varðveita að eilífu. En það er nauðsynlegt að hlusta á hjartað sitt og fylgja því og það er það sem ég gerði. 

Við tóku nokkuð erfiðir tímar en ég fann fljótt hamingjuna aftur. Allt í einu var ég einhleyp ung dama í stóru borginni, borgandi reikningana alein og byrjuð á Tinder (förum ekki nánar út í það að þessu sinni). Þetta hefur verið ágætlega erfitt á tímunum en allt í allt hefur það hefur gengið furðulega vel. Ég er kannski ekki alveg jafn glæsileg og stöllur mínar í Sex and the City en lífið er gott og við Ása erum ekki að svelta (þvert á móti). Ef ég segji alveg satt þá er ég hrikalega stolt af sjálfri mér, það er gaman að sjá að maður getur staðið á eigin fótum og ég ætla að gefa sjálfri mér klapp á bakið.

Í gegnum þessar tilfinningasveiflur þá gerðist þó nokkuð skemmtilegt; ég fann ástina á sjálfri mér. Í fyrsta skipti á ævi minni leið mér (og líður enn) 100% vel í eigin skinni. Eftir mörg ár af því að finnast ég ekki nógu góð hef ég loksins tekið sjálfa mig í sátt. Þó ég sé ekki með fullkomið nef, bæti á mig nokkrum kílóum eða geri mistök þá er ég er falleg, fyndin og góðhjörtuð. Ég er ekki og mun aldrei vera fullkomin og það er bara í góðu lagi. Ef fólk kann ekki að meta mig eins og ég er þá er það bara fólk sem ég ætla ekki að eyða tímanum í.

Ég er ekki að segja að ég eigi ekki mína off daga, það er eðlilegt og gerist fyrir alla. Það er bara nauðsynlegt að læra að kljást við vandamálin, stressa sig ekki á litlu hlutunum og horfa fram á við. Vera óhræddur við að leyfa sér að gráta og fá hjálp frá öðrum. Á endanum skoppar maður ennþá sterkari til baka.

Eins og ég sagði í byrjun færslunar þá var árið frábært (þrátt fyrir nokkra daga sem ég hélt ég myndi drukkna úr tárum). Ferðalögum, útihátíðum og trilljón kvöldum á Prikinu naut ég með yndislegu fólki. Ég eignaðist fullt af nýjum vinum og náði að styrkja gömul vinabönd ásamt því að fá endalaust af knúsum frá fjölskyldunni. Ég hef aldrei verið ríkari. Þetta fallega og góða fólk er ástæðan fyrir því að árið mitt var svona gott. Án þeirra hefði það verið algjört prump. 

Ég vil einnig þakka ykkur elsku vinir útum allar trissur fyrir að fylgjast með mér allan þennan tíma. Sum ykkar eruð bara að kynnast mér fyrst núna og sum ykkar hafa verið með mér frá því að ég byrjaði. Takk fyrir allt, takk fyrir stuðninginn og ástina. Þið eruð yndisleg x 

Nú er kominn tími á að loka kafla 2016 og hefja kafla 2017. Hann verður eflaust æsispennandi og ég hlakka til að leyfa ykkur að vera með!

PS. Ég er alltaf svolítið væmin.
post signature

Wednesday, November 23, 2016

CHRISTMAS GIFT GUIDE #1

1. Andlit Förðunarbók - Bækur eru mögulega besta jólagjöf sem hægt er að fá og finnst mér að þessi ætti að vera á óskalistum allra þessi jólin. Falleg og fróðleg bók eftir Hörpu Káradóttur förðunarsnilla með myndum eftir Snorra Björns // 2. Palmat - Burstasérfræðingarnir hjá Sigma stofnuðu nýlega systurfyrirtækið Prackt en þeirra fyrsta vara er þessi litla og þægilega burstamotta sem auðveldar burstaþrif verulega // 3. Tinna Royal - Skreytingar á heimilið eru alltaf velkomnar í jólapakkann minn en Tinna Royal gerir einstaklega skemmtilega hluti. Ég fékk kleinuhringi að gjöf frá systur minni síðustu jól og ég elska þá og langar í fleira frá Tinnu, t.d. þessa mynd // 4. Crosley Record Player - Plötuspilari er efst á mínum óskalista en ég hef enn ekki fundið þann rétta, þessi frá Crosley er þó mjög skemmtilegur - fallegur og lítill á flottu verði // 5. FAB Facial Radiance Intensive Peel - Húðvara sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér upp á síðkastið en hann umbreytir húðinni minni á nokkrum mínútum. Algjör snilld // 6. Morphe Burstar - Sem heimsins mesti burstaperri þá finnst mér burstar alltaf vera góð hugmynd að gjöf. Rose Gold línan frá Morphe er æði, burstarnir eru fallegir, silkimjúkir og á sturlað góðu verði // 7. Canon G7X - Sko, þetta er alltof dýr gjöf að mínu mati en ég vildi leyfa henni að vera með því mig langar svo mikið í þessa elsku. Lítil og nett með flip screen, fullkomin fyrir selfies (hehe) // 8. Sokkar - Ég er fyrst og fremst burstaperri en síðan eru sokkar ást númer tvö. Litríkir, glimmeraðir, grillaðir og skemmtilegir sokkar eru bara yndislegir og ættu allir að eiga allavega eitt þannig par (eða 20) // 9. Kaktusar & plöntur  - Plöntusafn mitt hefur stækkað verulega á árinu og finnst mér að allir ættu að umkringa sig með fallegum grænum krúttum. Kaktusar eru skemmtilegir því þeir eru sætir og auðvelt að hugsa um þá!

post signature

Wednesday, November 16, 2016

SMOKED PURPLE


Sýndi þessa förðun á snappinu fyrir stuttu (snapchat : elinlikes) og ég var hrikalega sátt með það svo ég ákvað að deila nokkrum myndum hér ásamt vörulista. Já og ég er að reyna að koma mér aftur í blogggírinn, ég veit ég segji þetta mjög oft en hey, svona er þetta bara. Njótið!

// I recently did this look on my snapchat (elinlikes) and I was pretty pleased with it so I thought I'd share some photos with you along with a list of the products used. And yes, I am trying to get back in to blogging and I know I say that all the time but hey, that's just how it is. Hope you enjoy!

AUGU/EYES : MAC PAINTPOT - SOFT OCHRE // VISEART - 08 EDITORIAL BRIGHT* // HOT MAKE UP - CONNECTION* // MAC GEL LINER - BLACK TRACK // MAKE UP GEEK PIGMENT - UTOPIA + INGLOT - DURALINE // YSL COUTURE KAJAL - 1* // MAKE UP GEEK - SHIMMA SHIMMA // CERTIFEYE - HALO 

ANDLIT/LIPS : MAC - STROBE CREAM // NARS SHEER GLOW - FIJI + MAC FACE AND BODY - WHITE // OFRA SCULPTING WANDS - DAWN + SUNSET* // RCMA - NO-COLOR POWDER // MAC MINERALIZE SKIN FINISH - GIVE ME SUN // MAC MINERALIZE BLUSH - DAINTY //  MILANI - LUMINOSO // OFRA - BEVERLY HILLS*

VARIR/LIPS : CHARLOTTE TILBURY - ICONIC NUDE // URBAN DECAY - NAKED // MAC - PINK LEMONADE
post signature

Blogger Template designed By The Sunday Studio.