Monday, June 30, 2014

REVIEW | BOURJOIS HEALTHY MIX SERUM



BOURJOIS HEALTHY MIX FOUNDATION #53

If you've been reading my blog for a while, you'll know that the Bourjois Healthy Mix foundation used to be my favorite foundation, they have since then changed the formula and sadly, the new formula breaks me out like crazy. I've heard good things about the Healthy Mix Serum so as a big fan of the original Healthy Mix foundation I decided to give the Serum one a go.

The Bourjois Healthy Mix Foundation promises to cover imperfections and even out the skin while looking natural. It's made with vitamins from fruit so not only does it smell amazing, it's also supposed to be good for the skin. It has a light coverage which is build able up to a medium coverage. It blends easily and feels light on the skin. For me, the foundation had a dewy finish - but nothing over the top, just a nice glow. It lasted really well on me (I've got combo/oily skin) but I did set my t-zone with a setting powder and at the end of the day I did look a tiny bit shiny, but I kinda like that look.

I am super happy with the foundation, I love the finish and longevity of it. It also hasn't broken me out which is a big plus since the newly formulated Healthy Mix does. The shade range isn't too good though, I got the shade #53 and it matches nicely for me right now but if you are very light or a lot darker then me you probably won't find anything that matches you but if you do manage to find a good color match, you should definitely give it a go!

PS. If you are interested in what's on my lips, keep your eyes peeled - it will be revealed in an upcoming post.

//Ef þú hefur verið að lesa bloggið mitt í svolítinn tíma, þá veistu að Healthy Mix farðinn frá Bourjois var uppáhalds farðinn minn í langan tíma. En Bourjois breytti nýlega formúlunni og fer hún mjög illa í húðina mína. Ég hef heyrt góða hluti um Healthy Mix Serum farðann og þar sem ég elskaði upprunalega Healthy Mix meikið, þá ákvað ég að prufa Serum týpuna!

Bourjois Healthy Mix Serum farðinn lofar að hylja ófullkomna bletti og jafna húðlitinn án þess að líta gervilega út á húðinni. Farðinn er fullur af vítamínum úr ávöxtum svo hann á líka að fara vel með húðina, það er líka ótrúlega góð lykt af honum. Hann hefur létta þekju en það er hægt að byggja hann upp í góða miðlungs þekju. Það er mjög auðvelt að blanda honum út og hann er léttur á húðinni. Á húðinni minni skildi hann eftir sig "dewy" áferð (smávegis gljái) og var mjög fallegur. Hann entist vel en ég notaði smávegis púður yfir t-svæðið (ég er með blandaða/feita húð). Í enda dagsins var ég byrjuð að glansa smá en það angrar mig ekkert, mér finnst það bara fallegt.

Ég er mjög ánægð með þennan farða! Ég elska áferðina og hvað hann endist vel. Hann hefur líka farið mjög vel í húðina sem er stór plús þar sem að nýji Healthy Mix farðinn angraði mig mikið. Ég nota lit #53 sem hentar vel fyrir mig núna (er komin með smávegis brúnku) en ef þú ert mjög ljós eða mikið dekkri en ég, þá er ég ekki viss um að þú finnir lit sem hentar. En ef þú finnur réttan tón þá mæli ég með að þú prufir!

PS. Ef þú ert forvitin með hvað ég er með á vörunum - fylgstu þá með, það kemur færsla bráðlega.

Friday, June 27, 2014

HAUL | MAC ALLURING AQUATIC




MAC has been bringing out so many collections lately, it's kinda crazy. I haven't really been into any of them, until I saw the poster for the Alluring Aquatic collection - I know I wasn't the only one excited about this one. I'll admit that the absolutely stunning packaging is what sold me on this collection (how did they even come up with that?). In Iceland there are only two MAC stores and we can't purchase online, so getting the best products from a limited collection means waiting outside the store until it opens and going crazy once you get in. Now I couldn't do that because I don't live near a MAC store, but I had my phone ready and called right when the clock ticked 10.

Sadly, all of the products (except one) I wanted were gone. I got the Refined Golden bronzer (mainly because I thought that the packaging on that one was to die for) and the extra dimension eyeshadow in Soul Serenade. The bronzer is a permanent product, just in the limited edition packaging. It looks like it's going to have a lot of shimmer, but the shimmers don't transfer on to the face - so it's a very nice bronzer with a bit of sheen, great for that summer glow. The eyeshadow is gorgeous, it's super soft and blends really nicely. It's a hard color to explain, MAC describes it as a “deep plum brown”. It's definitely deep and dark. It'll be great for smokey eyes.

I am so sorry that I am posting about these so late. Even though I am very sad I couldn't get all of the products I wanted (I really wanted the blushes and two other eye shadow shades), I did manage to get Enchanted One lipstick and I'm waiting for that to arrive in the mail. Did you manage to get your hands on anything from the collection?

//MAC hefur verið að gefa út svo margar línur uppá síðkastið. Ég hef ekki fýlað þær neitt mikið, fyrr en að ég sá auglýsinguna fyrir Alluring Aquatic línuna. Ég veit að ég var ekki sú eina sem var spennt fyrir henni. Ég viðurkenni að fallegu pakkningarnar er ástæðan fyrir því að mig langaði svo í hluti úr þessari línu (hvernig datt þeim þetta eiginlega í hug??). Þar sem að ég bý ekki í Reykjavík þurfti ég að hringja og láta senda til mín, og þar af leiðandi voru flestar vörurnar sem mig langaði í uppseldar. En ég náði að næla mér í tvennar vörur.

Ég náði að næla mér í Refined Golden sólarpúðrið (það er alltaf til í MAC en pakkningin var svo fín að mig langaði í það núna). Sólarpúðrið lítur út fyrir að vera með glimmer, en það sést ekki á húðinni og kemur út meira eins og fallegur gljái. Æði fyrir þetta sumar glow. Hin varan sem ég náði að næla mér í var Extra Dimension augnskugginn í litnum Soul Serenade, hann er ótrúlega mjúkur og blandast auðveldlega. Það er erfitt að útskýra litinn en MAC segjir að hann sé "deep plum brown". Hann er klárlega dökkur og verður frábær í smokey lúkk.

Ég biðst afsökunar á að setja þessa færslu upp svona seint (það eru kannski nokkrar vörur eftir í MAC). Þó ég sé leið að hafa misst af því sem mig langaði í (langaði að prufa kinnalitina og tvo aðra augnskugga), þá náði ég samt að næla mér í Enchanted One varalitinn og kemur hann vonandi til mín sem fyrst. Nældir þú þér í eitthvað fínt úr línunni?


Wednesday, June 25, 2014

TUTORIAL | EASY, BREEZY, BEAUTIFUL






Just look at my sister, isn't she gorgeous? She came over on June 17th (Icelandic National Day) and asked me to make her look extra pretty for the day. We went for a very natural look - perfect glowy skin, nude lip and a little bronze on the eyes. Very quick and easy to achieve but is great for those days when you want to look your absolute best without wearing tons of make up. It's also a great look to pair with any lip, I really wanted to pop on a beautiful red but she wanted something more toned down for the day, so we went for a classic nude.

Starting off by priming the face with the Garnier Optical Blur and then we applied MAC Face and Body foundation in N2 with a Real Techniques Buffing Brush. I used my trusty Pro Long-wear concealer under the eyes and on blemishes. To set everything in place and add a bit of extra coverage, I used the Laura Mercier Mineral Powder. Bare Minerals Well Rested powder went under the eyes to brighten everything up and I used Nars Laguna to add a bit of warmth to the face. Mary Lou-Manizer on the cheekbones and Milani Louminoso on the cheeks and that's it for the face. 

On the eyebrows I used Anastasia Brow Wiz in Medium Brown (which is also Dagný's favorite). Woodwinked from MAC went all over the lid and I added the tiniest bit of Texture to soften the edges (not necessary, you can also use your bronzer for this). To highlight the inner corners and under the brow I used my all time favorite, Shroom eyeshadow (you can use your highlighter if you want). We then curled the lashes and applied two coats of Jordana Best Lash Extreme mascara. Now on to the lips, I lined and filled them in with Barely Bold lip liner and topped it off with Shy Girl lipstick (both from MAC), it's a lip combo I've been loving lately.

Voilá! That's it, fairly easy and quick. All of these products are favorites of mine, so this is actually a look I go for very often. Hope you liked this post and lets give Dagný an applause for being my beautiful model x

PS. My sister is also a blogger and you should go check out her blog - feelinspiredblog.com

//Hversu sæt er systir mín? Hún kíkti í heimsókn á 17. júní og bað mig um að gera sig extra sæta fyrir daginn, svo við gerðum náttúrulega förðun - fullkomin ljómandi húð, bronslitur á augun og nude varir. Einfalt og fljótlegt, fullkomið þegar maður vill líta vel út án þess að vera alltof mikið máluð. Þessi förðun er líka frábær til að para með öðrum varalitum, ég vildi nota fallegan rauðan á varirnar en hún var ekki í stuði fyrir svoleiðis vesen svo að þessi fíni nude litur varð fyrir valinu. 

Ég byrjaði á því að nota Garnier Optical Blur á húðina og blandaði svo MAC Face and Body farðanum í lit N2 yfir andlitið með Real Techniques Buffing burstanum. Til að hylja undir augunum og á bletti notaði ég gamla góða Pro Long-wear hyljarann. Til að setja farðann og bæta við smá þekju, notaði ég Laura Mercier Mineral Powder. Uppáhalds Well Rested púðrið frá Bare Minerals fór svo undir augun til að birta til. Ég notaði Mary Lou-Manizer frá theBalm til að highlighta kinnbeinin og niður nefið. Til að gefa húðinni smá lit notaði ég svo Nars Laguna og á kinnarnar notaði ég Milani Louminoso kinnalitinn. 

Til að fylla inn augabrúnirnar notaði ég Anastasia Brow Wiz í Medium Brown (uppáhald okkar beggja). Woodwinked frá MAC fór yfir allt augnlokið og ég blandaði honum svo aðeins út með Texture (líka hægt að nota bara sólarpúðrið til að blanda). Til að birta til í innri augnkrók og undir augabrúnunum notaði ég svo Shroom sem er algjört uppáhalds (hægt að nota highligtherinn í staðinn fyrir augnskuggann). Síðan var brett uppá augnhárin og skellt Jordana Best Lash Extreme maskaranum á. Á varirnar notaði ég svo varablýantinn Barely Bold frá MAC til að gera útlínurnar og fylla inní varirnar, ofaná hann kom svo Shy Girl varaliturinn. Ég elska þessar tvær vörur saman!

Voilá! Nokkuð einfalt og fljótlegt. Allar vörurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér þannig þetta er förðun sem ég geri mjög oft á sjálfa mig. Vonandi fannst ykkur þetta skemmtileg færsla og við skulum gefa Dagný klapp fyrir að vera frábær fyrirsæta x

PS. Dagný er líka bloggari, endilega kíktu á það - feelinspiredblog.com


Monday, June 23, 2014

REVIEW | VELOUR LASHES IN DOLL ME UP




VELOUR LASHES IN DOLL ME UP $30

As a member of the itty bitty eyelash club, I love me a good pair of false lashes. Whether it be a whole strip, half lash or single lashes, I love 'em. For me, lashes take any make up look to another level and add that extra oomph. If you watch a lot of YouTube, you've probably heard of these Velour Lashes. Velour is a company that offers many different styles of mink lashes (they are cruelty-free, you can read more here). If you are worried about the $30 price tag, don't be - these lashes can be worn up to 25 times (or more), so you are definitely getting you moneys worth. 

I got the style Doll Me Up, one of their most popular styles. The Doll Me Up's are flirty and gorgeous. They add a lot of volume and length. They are the longest in the middle so you get that doll eyed look. I tried them out yesterday (I forgot to take pictures but you'll see them in an upcoming post real soon), they were very easy to apply and looked amazing. The seam is pretty thick so I recommend wearing liner when wearing these. 

I am so happy with these beautiful eyelashes and now I really want to try out more styles (I've heard great things about Girl, You CRAAZY! and Lash in the City). If you've been thinking about getting some gorgeous lashes I definitely recommend checking out Velours website and having a look at their lashes. They offer free international shipping and you can find coupon codes everywhere (I used JACLYNVELOUR to get 15% off).

//Ég er með pínkulítil augnhár og þar af leiðandi elska ég góð gerviaugnhár - hvort sem það séu heil augnhár, augnhár á endann eða stök augnhár. Mér finnst gervi augnhár gefa öllum förðunarlúkkum þetta extra oomph. Ef þú horfir mikið á YouTube þá hefuru eflaust heyrt talað um Velour augnhárin. Velour er fyrirtæki sem býður uppá margar fallegar týpur af minka augnhárum (þau eru alveg cruelty-free, getur lesið meir hér). Minka augnhár geta verið notuð 25 sinnum (eða oftar), svo 30 dollarar er mjög sanngjarnt verð.

Ég fékk týpuna Doll Me Up, sem er ein af vinsælustu týpunum þeirra. Doll Me Up eru "flirty" og ótrúlega falleg. Þau eru þykk og löng. Þau eru lengst í miðjunni svo augun virðast mikið stærri. Ég prufaði þau í gær (gleymdi að taka myndir en þú munt sjá þau í færslu sem kemur bráðlega) og var ótrúlega sátt, það var mjög einfalt að setja þau á og það sást ekki á þeim þegar ég tók þau af seinna um kvöldið. Línan er frekar þykk svo ég mæli með því að hafa eyeliner á undir þeim.

Ég er svo ánægð með þessi æðislegu augnhár og ætla ég mér að versla mér fleiri týpur (Girl, You Craazy! og Lash in the City eru hrikalega flott!). Ef þig langar að versla þér falleg augnhár sem munu endast vel þá mæli ég með að kíkja á velourlashes.com og skoða úrvalið. Þau bjóða uppá fría sendingu um allan heim (ég þurfti ekki að borga toll) og þú getur fengið afsláttarkóða útum allt (ég notaði JACLYNVELOUR fyrir 15% afslátt.)


Friday, June 20, 2014

REVIEW | CHANEL COCO SHINE SATISFACTION (89)





Yet another new lipstick? Yes, you got that right. This time a luxurious nude. The Chanel Coco Shine in the shade Satisfaction or 89. Tanya Burr recently mentioned this in her favorites video and I fell in love with how it looked on her lips, it looked like the perfect nude. My aunt was nice enough to pick this beauty up for me while she was in America, we do have Chanel make up here in Iceland but it's just so darn expensive. 

The lipstick comes in sleek black and gold packaging, very Chanel. I would describe the shade as a nude beige with a hint of peach. It's not too dark nor too light for me, just a good medium. As it's a Coco Shine it has a nice shine and isn't completely opaque - it's more pigmented than what I was expecting though, which was a nice surprise. It lasted around 3 hours on my lips before I had to reapply and it kept my lips nice and moisturized. It contains the standard 0.10 oz of product and has a classic Chanel fragrance. 

The lipstick has a beautiful formula and although the shade is nice, I can't say I've found the perfect nude just yet - I simply wasn't too satisfied with the Satisfaction shade (hehe). Do you have any favorite Chanel lipsticks? and what is your favorite nude?

//Enn önnur varalita færsla? Já, þannig er það nú bara. Í þetta skiptið er það fallegur nude litur. Satisfaction (89) frá Coco Shine línunni hjá Chanel. Tanya Burr minntist á hann í síðasta favorites myndbandinu sínu og ég féll fyrir honum, hann leit út eins og hinn fullkomni nude litur. Frænka mín var svo indæl að kaupa hann fyrir mig þegar hún var úti í Ameríkunni, en hann er þó til hér á Íslandi og kostar í kringum 5-6 þúsund krónur (áts). 

Varaliturinn kemur í fallegri svartri og gull pakkningu, mjög Chanel. Ég myndi lýsa litnum sem nude beige litur með smávegis ferskjutón. Hann er ekki of dökkur né of ljós fyrir mig, bara ákkurat  á milli. Þar sem að liturinn er í Coco Shine línunni er hann með fallegum gljáa og er þekur ekki alveg - hann var samt mun pigmentaðari en ég átti von á sem kom skemmtilega á óvart. Liturinn entist í góða 3 tíma áður en ég þurfti að setja hann aftur á og hélt hann vörunum mjúkum og fínum. Varaliturinn inniheldur 0.10 oz sem er mjög standard og hann er með klassískan Chanel ilm.

Formúlan á þessum varalit var æðisleg og liturinn mjög fallegur, en ég get ekki sagt að ég sé búin að finna minn fullkomna nude lit. Satisfaction náði ekki alveg að standa undir nafni sínu. Átt þú einhverja uppáhalds Chanel varaliti? Og hver er þinn uppáhalds nude litur?



Wednesday, June 18, 2014

REVIEW | SLEEK SUNSET PALETTE




SLEEK SUNSET PALETTE 2390 ISK / $11.99 / £7.99

Sleek has recently launched here in Iceland. Heiðdís Austfjörð who is a well known make up artist here, has been using the Sleek products for years and finally opened up her own online shop, haustfjord.is. Sleek, as you probably know has a lot of amazing products at a great price. I already had a few products from them, but when haustfjord.is opened - I allowed myself a tiny little splurge! In this post I'll be telling you about the Sunset palette.

You get 12 beautiful eyeshadows in the Sleek palettes. The eyeshadows in the Sunset palette are mostly warm, warm browns, red browns and bronzy shades. Along with a stunning blue, vibrant orange and a very nice matte black. The black is the only matte shadow, all the other shades have a shimmer to them. All of the eyeshadows are very pigmented and apply very nicely - they also wear beautifully. The packaging is also very nice, sleek (pun intended) and sturdy. It also has a large mirror which is always nice.

If you've been thinking about getting a Sleek palette, I say go for it. They are amazing quality at a low price. If you are in Iceland the palette costs 2390 isk. and is available on haustfjord.is (use the code elinlikes to get 10% off your purchase until next sunday), if you are anywhere else in the world you can get them at sleekmakeup.com for $11.99 a pop!


//Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að Sleek vörurnar eru nú í boði fyrir okkur Íslendingana! Heiðdís Austfjörð er vel þekktur íslenskur förðunarfræðingur og hefur lofað Sleek vörurnar í langan tíma, er nú að selja þær á haustfjord.is. Sleek er breskt snyrtivöru merki sem býður upp á stórt úrval af góðum vörum á frábæru verði! Ég átti nokkrar vörur frá Sleek fyrir sem ég pantaði að utan en þegar haustfjord.is opnaði ákvað ég að leyfa mér að kaupa smá. Varan sem ég ætla að tala um að þessu sinni er Sunset pallettan.

Sleek palletturnar kosta litlar 2390 krónur og innihalda 12 fallega augnskugga. Augnskuggarnir í Sunset pallettunni eru flestir með hlýjum undirtón, hlýjir brúnir, rauðbrúnir og gylltir. Svo er líka æðislega fallegur blár, appelsínugulur og mjög vel pigmentaður mattur svartur. Svarti liturinn er eini í pallettunni sem er mattur, hinir eru allir með glans eða smá glimmeri. Skuggarnir eru allir mjög vel pigmentaðir og eru sterkir í lit strax í fyrstu stroku. Þeir haldast líka mjög vel á. Pakkningin er líka mjög fín, svört og stílhrein. Það er líka stór spegill inní sem er alltaf plús.

Ég mæli klárlega með því að kíkja á haustfjord.is og skoða úrvalið. Ég er svo ánægð með þessa fallegu pallettu og hlakka til að leika mér meira með hana, jafnvel að ég hendi í förðun og geri færslu hér á síðunni. Ef þig langar að versla þér smá á haustfjord.is þá var Heiðdís svo indæl að gefa mér afsláttarkóða fyrir ykkur - til að fá 10% afslátt þá seturu inn kóðann elinlikes rétt áður en þú borgar! (Afslátturinn virkar til miðnættis laugardaginn 21. júní). Go crazy!


Monday, June 16, 2014

REVIEW | BARRY M NAIL PAINTS



BARRY M NAIL PAINTS*

I recently got the chance to finally try the Barry M Nail Paints that I've heard so much about from British YouTubers. They are now available here in Iceland on fotia.is along with some other Barry M goodies. I've always wanted to try the Gelly Hi-Shine formula - and now I finally have. Now I am no nail polish expert and definitely don't have Pinterest-worthy nails, but I just wanted to share with you guys my thoughts on these beauties.

Starting off with the Gelly Hi-Shine formula, I got the shade Key Lime*. As you might have guessed, it's a lime green shade. I have to say, I absolutely love this formula! It's pretty thick and goes totally opaque in one coat (although I always do at least 2 coats). It dries pretty quickly and lasts really well on the nails, the longest lasting nail polish that I've come across (I've got really annoying nails and polishes usually chip within the first day). Then there is Bright Pink*, which is a part of the regular line. Bright Pink is simply a very pretty pink. It doesn't apply as opaque as the Gelly formula, but it's still looks great in just 2 coats. I didn't find that this lasted as well as the other one, but it still got through 2 days without any chipping (which is great for my nails). 

I definitely like these Barry M nail polishes and will be picking up some more (I've got my eyes on Sugar Apple, it looks pretty perfect). I do prefer the Gelly Hi-Shine formula, it's kinda amazing. Have you tried these? Do you have any favorite shades?

//Ég fékk nýlega að prufa Barry M naglalökkin sem ég hef heyrt svo mikið um frá breskum YouTuberum. Mig hefur alltaf langað að prufa Gelly Hi-Shine formúluna. Barry M naglalökk eru nú í boði hér á Íslandi á heimasíðunni fotia.is ásamt fleiri Barry M vörum. Ég er enginn naglalakka expert og eru neglurnar mínar ekki jafn fínar og þær sem þú sérð á Pinterest, en mig langaði að deila með ykkur mínum skoðunum á þessum dúllum.

Byrjum á Gelly Hi-Shine lakkinu, ég fékk litinn Key Lime*. Eins og þér datt kannski í hug, þá er liturinn lime grænn. Ég elska þessa formúlu! Hún er frekar þykk og liturinn þekur alveg í fyrstu stroku (ég geri þó alltaf allavega 2 umferðir). Það þornar fljótt og entist í nokkra daga án þess að það byrjaði að flagna (ég er með leiðinlegar neglur og það fer yfirleitt allt af á fyrsta degi). Næst er það liturinn Bright Pink* sem er í venjulegu línunni. Bright Pink er einfaldlega mjög fallegur bleikur. Áferðin er ekki jafn þykk og í Gelly línunni, en liturinn er samt sterkur og þekjandi eftir bara 2 umferðir. Þetta entist ekki jafn lengi og hitt, en ég náði samt 2 dögum án þess að það byrjaði að sjást á því (sem er mjög gott miðað við mínar neglur).

Ég er mjög sátt með þessi fallegu naglalökk og mun klárlega næla mér í fleiri (Sugar Apple er hæst á óskalistanum). Mér finnst Gelly formúlan vera æði. Fotia á von á nýjum vörum á næstu dögum svo endilega kíkið á síðuna þeirra og skoðið úrvalið! 


Friday, June 13, 2014

HAUL | ASOS + TOPSHOP




Last week was my boyfriends birthday, so I gifted him a few bits from Asos, while I was looking through the site I couldn't resist putting one or two things in the shopping bag for myself as well (20% off everything got me very excited). I won't bore you with the stuff I got for him but I wanted to show you what I got along with two items that I bought at Topshop at the very beginning of June.

Starting off with the Topshop items, I bought myself a new pair of jeans. The Jamie jeans are my favorites from Topshop (I also love the Leigh jeans). I always go for a dark wash when it comes to jeans, but when I saw these bad boys I just had to pick them up. Distressed, light wash jeans that fit like a glove, perfect for summer. I also found a basic sheer black top, I got mine in a size UK 14 so it's loose and I don't feel like my breasts are about to pop out (you big chested ladies know what I'm talking about). 

I only got 4 things from Asos. A white bikini top from the Asos line, a kimono from the brand Girls on Film, a wallet from Monki and a top from Gorgeous that sadly didn't fit and has been sold. The kimono is very pretty and is made from a silky material, great to throw on top of any outfit. The wallet is a beautiful neon coral color, it's pretty big so it holds a lot of stuff which is always nice. Lastly the white triangle bikini top - it fits pretty snug, the triangle is very tiny and barely covers but that just means less tan lines!

//Kærastinn átti afmæli í síðustu viku og ég gaf honum nokkra hluti af Asos. Þegar ég var að fletta í gegnum netverslunina þurfti ég að henda einu eða tvennu fyrir mig í pöntunina (20% afsláttur af öllu gerði mig mjög spennta). Ég nenni nú ekki að sýna ykkur það sem ég keypti fyrir hann en mig langar að deila með ykkur hvað ég fékk mér fínt ásamt tveimur flíkum sem ég keypti mér í Topshop strax í byrjun Júní.

Byrjum á Topshop hlutunum en ég keypti mér nýjar og fínar gallabuxur. Þær eru í Jamie sniðinu sem eru uppáhalds gallabuxurnar mínar. Ég kaupi mér alltaf dökkar eða svartar gallabuxur, en þegar ég sá þessar þurfti ég bara að fá þær! Ljósar með rifum og passa fullkomnlega, æði fyrir sumarið. Ég fann einnig léttan svartan topp, ég tók hann í stærð UK 14 svo hann myndi verða laus á mér og brjóstin myndu ekki vera að springa út (þið brjóstgóðu vitið hvað ég meina). 

Ég var voða stillt og valdi mér bara fjóra hluti af Asos. Hvítur bikinítoppur frá Asos línunni, kimono frá merkinu Girls on Film, veski frá Monki og bol frá Gorgeous sem passaði því miður ekki en ég er búin að selja hann. Kimonoinn er mjög fallegur með blómamunstri, hann er úr silkiefni og æði til að henda yfir hvaða outfit sem er. Veskið er ótrúlega fínt í neon kóral lit, það er frekar stórt en þá kemst bara meira fyrir í því sem er alltaf gott. Síðast en ekki síst er það svo bikinítoppurinn sem er í minna lagi, þríhyrningurinn er lítill og hylur lítið en það þýðir bara minni brúnkuför!




Wednesday, June 11, 2014

TRAVEL | THE MAKE UP BAG






Sorry for not posting for so long! The boyfriend and I went on a little trip to Akureyri along with his family so I took a little computer break, we had a wonderful time but now I am back! While I was there I decided to snap some shots of the make up I brought with me. I must say I did pretty good and didn't over pack! Some good old favorites along with some newer bits. In the second and third photo you can see all of the make up and brushes I took with me. I did go a bit overboard in the brush department, but then again, I always do. The weather was crazy good the whole time we were there, so the lashes were a bit unnecessary because the make up stayed pretty natural and effortless.

In the fourth picture are the products I used the most. For foundation I mostly used my Laura Mercier Mineral Powder or if I wanted to look like a dewy goddes, I used Face and Body from MAC. MAC Pro Long-wear concealer did it's job at concealing my under eye area and I used Hourglass Ambient Lighting powder in Diffused Light to set it (I've really been loving this stuff lately). The Nars Guy Bourdin palette has become a staple in my travel make up bag, I used Laguna as my bronzer and for my blush I used one of the ones in the palette or my beloved Milani Louminoso. Anastasia Brow Wiz, Anastasia Clear Brow gel and the ELF Eyebrow Kit were used on the eyebrows to make me look human again. 

When I travel, I always like to take my MAC quad and fill it with the shadows I want to use. These four are usually the ones I go for, Woodwinked (probably my all time favorite eye shadow), Shroom, Texture and A Little Folie. Woodwinked all over the eyes and into the crease is great for everyday, but when I went out I added a bit of A Little Folie to the outer corners, Texture to blend everything out and Shroom to highlight. Now on to the lips! Clarins Instant Light Lip Perfector has become one of my favorites and was used for everyday, easy breezy lips. When I wanted a bolder lip I went for Lady Danger by MAC or the Lime Crime Velvetine in Suedeberry (you guys know how much I love this thing). That's it!

What products do you bring along when traveling? 

//Ég vil biðjast afsökunar á því að hafa ekki bloggað svona lengi! Ég og kærastinn fórum í smá ferðalag á Akureyri ásamt fjölskyldu hans og tók ég því smávegis tölvu pásu. Við skemmtum okkur vel í góða veðrinu en núna er ég komin aftur! Þegar ég var þar, ákvað ég að taka nokkrar myndir af því sem ég tók með mér. Ég stóð mig vel að þessu sinni og pakkaði ekki of miklu með mér! Á annari og þriðju myndinni sjást allar þær vörur sem ég tók með mér. Förðunin var alltaf létt og náttúruleg útaf góða veðrinu og voru gerviaugnhárin því ekkert notuð.

Á fjórðu myndinni eru svo þær vörur sem ég notaði mest. Sem farða notaði ég oftast Laura Mercier Mineral púðrið en ég notaði stundum Face and Body frá MAC. Pro Long-wear hyljarinn frá MAC stóð sig eins og hetja við að hylja undir augunum og ég notaði Hourglass Ambient Lighting Powder í Diffused Light til að setja þar (er að elska þetta púður þessa dagana). Guy Bourdin pallettan frá Nars er orðin nauðsyn í ferðalög, ég nota Laguna sem sólarpúður og á kinnarnar nota ég annað hvort einhvern lit úr pallettunni eða minn heittelskaða Louminoso frá Milani. Anastasia Brow Wiz, Anastasia Clear Brow Gel og Eyebrow Kit-ið frá ELF voru svo notaðar til að móta augabrúnirnar! 

Ég fylli alltaf litlu MAC pallettuna með þeim augnskuggum sem ég mun nota þegar ég ferðast. Þessir skuggar verða oftast fyrir valinu, Woodwinked (líklegast minn uppáhalds augnskuggi allra tíma), Shroom, Texture og A Little Folie. Woodwinked er frábær yfir allt augnlokið og í glóbuslínuna fyrir hversdags, en ef ég vildi vera aðeins fínni notaði ég smávegis af A Little Folie í ytri hornin og blandaði öllu út með Texture, síðan Shroom til að highlighta. Á varirnar notaði ég mikið Clarins Instant Light Lip Perfector, hann er æðislegur fyrir létta dagförðun. Ef ég var í stuði fyrir aðeins djarfari varir notaði ég Lady Danger frá MAC eða uppáhaldið Suedeberry frá Velvetine línu Lime Crime. Komið!

Hvaða vörur tekur þú alltaf með þér þegar þú ferðast?


Blogger Template designed By The Sunday Studio.