Tuesday, March 31, 2015

VIT-HIT VITAMIN DRINKS


VIT-HIT DRINKS*

Earlier this month I was contacted by the people at Vit-Hit, they asked if I wanted to try out their delicious drinks and I said yes - then a big package arrived at my door and the taste test began. I've said this before, I am not a healthy eater but I have been trying to adjust to a healthier lifestyle so these couldn't have showed up at a better time.

I tried all five flavours they have and they were all great, I really liked drinking one of the Vit-Hit drinks whilst eating my Nakd bar - a perfect afternoon snack. All of the drinks are super fresh, filled with vitamins and are only 16-35 calories. As I said, all the flavours were yummy but my favorite was the Dragonfruit+Yuzu* one. I am not going to go through every one of them but if you want more info on these you can check out their website here!

//Snemma í mánuðinum hafði fólkið hjá Vit-Hit samband, þau buðu mér að prófa nýju drykkina þeirra og ég sagði já - síðan mætti stór kassi fyrir framan útidyrahurðina hjá mér og smökkunin hófst. Ég hef sagt þetta áður, ég er engin hollustupía en ég er að reyna að koma mér á heilsusamlegri braut svo þessir komu á hárréttum tíma!

Ég prófaði allar fimm tegundirnar og þær voru allar æðislegar, mér fannst snilld að fá mér einn Vit-Hit drykk með Nakd bar - fullkomið síðdegis narsl. Allir drykkirnir eru mjög ferskir, fullir af vítamínum og innihalda aðeins 16-35 kaloríur (fer eftir bragðtegundinni). Eins og ég sagði áðan þá voru þeir allir rosa bragðgóðir en uppáhaldið mitt var Dragonfruit+Yuzu*. Ég ætla ekki að fara í gegnum allt info-ið en ef þú villt vita meir þá mæli ég með því að kíkja á heimasíðuna þeirra, hérna


Vit-Hit var svo indælt að leyfa mér að halda smávegis gjafaleik fyrir ykkur elsku lesendur - einn heppin/n getur unnið kassa fullan af Vit-Hit drykkjum (tveir af hverri bragðtegund). Eina sem þú þarft að gera er að like-a Facebook síðu mína (hérna) og kommenta eitthvað skemmtilegt hér fyrir neðan (skilja eftir fullt nafn & email). Ég dreg út eftir viku (7 apríl) x 


Vit-Hit drykkirnir fást í Bónus, Hagkaup og N1 út um allt land!

Monday, March 30, 2015

REVIEW | MORPHE BRUSHES35W PALETTE

 
EYE LOOK USING THE MORPHE 35W PALETTE - TUTORIAL HERE

First off, sorry for not posting for a whole week - don't really know what happened there. I am here today to review the 35W palette from Morphe Brushes. Morphe is a brand that has blown up this last year and Fotia.is recently started selling their products here in Iceland (many of my newest posts have been on products from Fotia.is, I've been going a bit wild on there). Morphe Brushes is a very affordable brand, the 35W palette goes for $19.99 on the Morphe website (4990 ISK on fotia.is) so I was super excited to see how it would perferm.

The Morphe 35W is supposed to be a warm palette but there are definitely a few cooler shades in there, which is fine (except for that terrible silver/grey shade, I hate you). The palette has a nice mix of textures, lots of nice mattes and lots of beautiful satins and metallics - so there's something for everyone. Most of the eyeshadows are well pigmented, easy to blend and all that good stuff but there are a few that aren't 'oh-my-god' good. For me the bottom half of the palette is the best (the last two rows), the metallic/shimmery shades are gorgeous and the dark mattes perform beautifully (with the exception of the purple shade in the end, not a fan). Saying that, my favorite eyeshadow in the entire palette is in the second row, the matte orange one - you know I like my warm transition shades.

Sorry that this review is all over the place, it's pretty difficult to explain 35 eyeshadows in one go but yes, all in all it's a great palette (especially for the price!). I really wanted to be a good blogger and swatch every single eyeshadow but then I thought "let's not" - so I just swatched a bit of everything. This Morphe palette gets two thumbs up for me and I will be picking up another one (maybe something a bit more colorful)! x

PS. I used the Morphe 35W palette in this video.

//Í fyrsta lagi vil ég biðjast afsökunar á því að hafa ekki sett inn færslu í heila viku - veit ekki alveg hvað gerðist en jæja. Hér er ég þó í dag með umfjöllun um 35W pallettuna frá Morphe Brushes. Morphe er merki sem hefur orðið fáránlega vinsælt þetta síðasta ár og er nýkomið í sölu hjá Fotia.is (ég er búin að tala mikið um vörur frá Fotia upp á síðkastið, ég er að kaupa allt sjálf - ég er bara smá klikk). Morphe Brushes er ódýrt merki og 35W pallettan kostar litlar 4990 kr. á Fotia svo ég var mjög spennt að sjá hvernig hún stæði sig.

Morphe 35W pallettan á að vera hlý palletta en það eru þó nokkrir litir í kaldari kantinum, það er svo sem í fínu lagi mín vegna (fyrir utan silfur/gráa litinn, ég hata þig). Í pallettunni er blanda af áferðum, fullt af fallegum möttum og líka margir góðir shimmery/metallic skuggar - svo allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi. Flestir augnskuggarnir eru vel pigmentaðir, auðveldir í blöndun og allt gott að frétta en það eru líka nokkrir sem eru ekkert brjálæðislega spennandi. Mér finnst síðustu tvær raðirnar vera bestar - metallic/shimmery augnskuggarnir þar eru æðislegir og dökku möttu litirnir frábærir (fyrir utan fjólubláa í endanum, ekki mikið fyrir hann). Uppáhalds augnskugginn minn í pallettunni er þó í annari röðinni, mattur appelsínugulur - þið vitið að ég elska mjög hlýja blöndunarliti.

Sorry hvað þessi færsla er þvers og kruss, það er erfitt að tala um 35 augnskugga í einu. En já allt í allt er þetta frábær palletta (á frábæru verði!). Ég ætlaði að vera góður bloggari og swatch-a alla augnskuggana en ákvað svo bara að gera það ekki - svo ég valdi bara sitt lítið af hverju. Þessi fína Morphe palletta fær tvo þumla upp frá mér og ég ætla að kaupa mér aðra (jafnvel einhverja aðeins litríkari). x

PS. Ég notaði Morphe 35W pallettuna í þessu myndbandi.


Monday, March 23, 2015

REVIEW | LA GIRL CRÉME LIPSTICKSLA GIRL CRÉME LIPSTICK - FORBIDDEN LOVE

LA GIRL CRÉME LIPSTICK - ROMANCE

LA GIRL CRÉME LIPSTICK - BE MINE

Oh how I love finding good affordable make up - I've been trying out the Créme Lipsticks from LA Girl these last few weeks and they're bloody great. They cost $4 a pop in the US and here in Iceland you can purchase them on Fotia.is for 1190 ISK (that's a price you never see here in Iceland), so yes I had to try them and I am glad I did.

Let's go through the whole shebang - packaging isn't the greatest, it's not Wet'n'Wild terrible but it's not YSL good-good (you get what you paid for, so I won't complain). It's black, with pink lettering and a clear top so you can easily see the color. They have a strong flowery scent that I find delicious but may annoy others. I purchased 3 shades - Forbidden Love, Romance and Be Mine. I would say that they have a satin finish although Be Mine felt a bit more like a matte. They are fully opaque in one swipe and feel creamy and buttery. They last really well on the lips and don't dry them out (they don't give my lips a ton of moisture either, the color just sits there). All in all a great lipstick with a silly little price tag!

I love these and I recommend you trying them out, I want to add more to my collection and see if I can find some good MAC dupes (I know you want them). Go give these a go! Don't let the cheapy packaging scare you - it's on the inside that matters x

//Ég hreinlega elska að finna góðar ódýrar förðunarvörur - ég er búin að vera að prófa Créme Lipsticks frá LA Girl síðustu vikurnar og þeir eru frábærir. Þeir kosta litlar 1190 krónur á Fotia.is (líklegast ódýrastu GÓÐU varalitir landsins) svo ég einfaldlega þurfti að prófa og ég er glad I did!

Okei hendum okkur í þetta allt - pakkningarnar eru ekkert magnaðar, ekki Wet'n'Wild hörmung en ekki YSL dásemd (en fyrir verðið kvarta ég ekki). Túban er svört með bleikum stöfum og glæri loki svo liturinn sést auðveldlega. Það er sterk blóma lykt af þeim sem mér finnst mjög góð en hún gæti angrað aðra. Ég keypti mér þrjá liti - Forbidden Love, Romance og Be Mine. Ég myndi kalla áferðina "satin" en Be Mine minnir meira á mattan. Varalitirnir þekja alveg í fyrstu stroku og eru mjúkir og góðir. Þeir endast mjög vel á vörunum og þurrka þær ekki (þeir gefa vörunum engan raka heldur, þeir bara sitja þarna). Allt í allt frábærir varalitir með virkilega skemmtilegum verðmiða!

Ég elska þessa og mæli með því að þú prófir, ég ætla að bæta fleirum í safnið og gá hvort ég geti ekki fundið nokkra líka MAC (ég veit þú villt það). Farðu að kaupa! Ekki láta ódýru pakkningarnar hræða þig - ekki dæma bók eftir kápunni x


Wednesday, March 18, 2015

VIDEO | MORPHE 35W SMOKEY HALO LOOK

 (SOMETIMES SHIT QUALITY IPHONE SELFIES ARE THE BEST)

I present to you, my favorite look I've done in a while - this warm smokey "halo" eye with tons of lashes, glowy skin and nude lips. I used the Morphe 35W palette for the first time and created this look that I think turned out pretty nice. I did film it and it's up on the YouTubessss but as per use, it's in Icelandic - but feel free to mute me! Down below there's a list of the products used, hope you like it x

SKIN NARS Luminous Weightless Foundation - Gobi, Maybelline Fit Me Concealer - 15 Fair, Hourglass Ambient Lighting Powder - Diffused Light, Benefit - Hoola, MAC - Harmony, MAC Mineralized Blush - Warm Soul, theBalm - Mary Lou-Manizer EYEBROWS Anastasia Beverly Hills Brow Wiz - Medium Brown, Anastasia Beverly Hills Clear Brow Gel EYES MAC Paint Pot- Painterly, Morphe 35W Palette, Rimmel ScandalEyes - Nude, House of Lashes - Iconic and Precious LIPS LA Girl Endless Lip Liner - Natural, MAC - Pure Zen, MAC Tinted Lipglass - Pink Lemonade

//Hér er það, eitt af mínum uppáhalds förðunum sem ég hef gert í langan tíma - hlýtt smokey "halo" förðun með nóg af augnhárum, ljómandi húð og nude vörum. Ég prófaði Morphe 35W pallettuna í fyrsta skipti og fannst þetta kom ansi vel út! Ég tók það upp og það er video komið á YouTube svo ef þið viljið sjá hvernig ég náði þessari förðun þá máttu endilega horfa! Hér fyrir neðan eru svo vörurnar sem ég notaði x Vonandi líkar ykkur!

HÚРNARS Luminous Weightless Foundation - Gobi, Maybelline Fit Me Concealer - 15 Fair, Hourglass Ambient Lighting Powder - Diffused Light, Benefit - Hoola, MAC - Harmony, MAC Mineralized Blush - Warm Soul, theBalm - Mary Lou-Manizer AUGABRÚNIR Anastasia Beverly Hills Brow Wiz - Medium Brown, Anastasia Beverly Hills Clear Brow Gel AUGU MAC Paint Pot- Painterly, Morphe 35W Palette, Rimmel ScandalEyes - Nude, House of Lashes - Iconic and Precious VARIR LA Girl Endless Lip Liner - Natural, MAC - Pure Zen, MAC Tinted Lipglass - Pink Lemonade


Monday, March 16, 2015

REVIEW | YSL COUTURE VARIATION & COUTURE MONO
YSL COUTURE VARIATION - 1 NU*

YSL COUTURE MONO - 7 CAFTAN*, 13 FOUGUE*

EEEK! I am excited about sharing these with you guys. As I said in my previous post, YSL just brought out two brand new eyeshadow palettes along with many individual shadows. I've been playing with these since I got them and they are oh-so good. Let's do this!

First off, the very beautiful Couture Variation in 1 Nu* (it also comes in Tuxedo, which is darker and more cool toned - very smokey eye appropriate). In this little palette you've got 10 eyeshadows, ranging from light to dark. There are three matte shades, a few what I'd call a satin and a few that look almost metallic. I have fallen for this palette, not only are the shades stunning the texture of the shadows is just dreamy. Buttery smooth and easy to blend with no fall out, super pigmented and last all day - perrrfect. The only con in my opinion is that I wish there was a lighter highlight shade, I am a pale gal so the bone color is a bit too dark for me. The packaging is very pretty, sleek and compact with a nice mirror and a duo sided brush that is actually useable. (I'd say that this Nu palette is what I always wanted from the Naked palettes but never got - sorry Urban Decay)

I also have two of the Couture Mono single eyeshadows, a stunning neutral matte dark brown called 13 Fougue* (I have a feeling that this and the darkest shadow in the palette are the same, they look identical swatched side by side) and a very pretty purple called 7 Caftan*. The texture of these is the same as the palette - just beautiful, buttery smooth goodness. In the lid there are two little brushes - a sponge brush (boo) and a nice little blending brush (yayy).

 I am absolute shit at describing colors so I'll let the swatches speak for themselves.

I am so happy with these three guys, the formula is pretty darn perfect which makes the shades so easy to work with - you could be terrible at make up but still manage to do a beautiful look with these. They do come with a hefty price tag though, $95 for the palette and $30 for the single shadows - but I think they are worth it, at least the palette. Will you pick these up?

//Jiiii ég er svo spennt að deila þessari færslu með ykkur. Eins og ég sagði í síðustu færslu þá er YSL búið að gefa út nýja staka augnskugga ásamt tveimur gullfallegum augnskuggapallettum. Ég er búin að vera að leika mér með augnskuggana síðan ég fékk þá í hendurnar og þeir eru hreinlega ó-svo góðir. Hendum okkur í þetta!

Fyrst er það gullfallega Couture Variation 1 Nu* pallettan (líka til í Tuxedo sem er kaldari og dekkri, fullkomin smokey palletta). Í þessari litlu pallettu færðu 10 augnskugga, frá ljósum upp í dökka. Það eru þrír mattir litir, nokkrir sem ég kalla satin og nokkrir sem eru nánast metallic. Ég er fallin fyrir þessari fallegu pallettu, litirnir eru ekki bara fallegir heldur er áferðin á skuggunum nokkuð fullkomin. Mjúkir eins og smjör og auðveldir í blöndun án þess að detta niður, vel litsterkir og endast allan daginn - perrrfect. Eina kvörtunin mín er að ég vildi að það væri einn ljósari litur, ég er svo ljós að beinlitaði liturinn er of dökkur fyrir mig sem highlight. Pakkningarnar eru mjög sætar, sleek og vel gerðar með spegil og bursta sem er í alvöru hægt að nota. (Ég myndi segja að þessi Nu palletta er það sem ég vildi úr Naked pallettunum en fékk aldrei - sorry Urban Decay).

Ég er líka með tvo Couture Mono staka augnskugga, virkilega flottur mattur dökkbrúnn með neutral undirtón sem kallast 13 Fougue* (er nokkuð viss um að þessi og sá dekksti í pallettunni eru þeir sömu, swatchaðir hlið við hlið eru þeir alveg eins) og svo virkilega fallegur fjólublár sem kallast 7 Caftan*. Áferðin á þessum er eins og skuggarnir í pallettunni - mjúkir og góðir. Í lokinu eru svo tveir burstar, einn svampbursti (búú) og einn ágætis blöndunarbursti (jeii).

Ég er hreinlega hörmung að lýsa litum þannig ég leyfi swatch-unum að tala fyrir sig sjálf. 

Ég er virkilega ánægð með þessar augnskugga, formúlan er fullkomin svo það er ótrúlega auðvelt að vinna með þá - þú gætir verið hörmung í förðun en samt náð að gera fallegt lúkk með þessum. Þetta eru ekki ódýrustu vörurnar í boði en mér finnst þær peninganna virði. Ætlar þú að næla þér í?


Friday, March 13, 2015

NEW IN | YVES SAINT LAURENTYVES SAINT LAURENT COUTURE VARIATION - 1 NU*,  COUTURE MONO - 13 FOUGUE* & 7 CAFTAN*, COUTURE EYE PRIMER - 1 FAIR*, MASCARA VOLUME EFFECT FAUX CILS - 1*, VOLUPTÉ TINT-IN-OIL - N°6*, BLUSH VELUPTÉ - 4

I'm telling you, make up brands seem to be doing everything right these days. I recently sat down with the lovely Ástrós at Yves Saint Laurent, we chatted about the new releases and I got to take some things home with me. There is the Spring Look that graces the pretty face of Cara Delevingne and then there is the Eye Event 2015. So yes, I am excited. In this post I am going to do a little overview of the things I got and then I'll do separate posts on the items I believe are that bloody amazing.

Starting off with the spring look - it's pink. Pink lips, pink cheeks and even a bit of pink eyeshadow. The Blush Velupté in 4 Baby Doll is a gorgeous hot pink, I am usually more of a peachy gal but I find these pink blushes always look surprisingly gorgeous on the cheeks, very fresh and youthful - this one is no exception. A brand new product from YSL is the Volupté Tint-in-Oil, a tinted lip oil that looks beautiful on the lips and keeps them hydrated - I'll be doing an in depth post on this one so stay tuned. There are other pretty bits in the spring look that I don't have, like a gorgeous palette with some neutrals and a pop of pink.

In what they are calling the Eye Event 2015, YSL brought out some gorgeous eyeshadows, primers and are relaunching their Mascara Volume Effect Faux Cils. I've been using the mascara since I got it and I really, really like it - it gives my lashes a whole lot of volume and length. I have the Couture Eye Primer in 1 Fair and it works lovely, it's tinted so it covers up any vaines on the lids and it actually helps my eyeshadows stay on longer and I don't get creasing until after approx. 8 hours (I've got very oily eyelids). Now to the stars of the Eye Event - a ton of individual shadows, the Couture Mono and two beautiful eyeshadow palettes, the Couture Variation. YSL changed their eyeshadow formulas not too long ago so they are more buttery and pigmented then ever. A big ol' review with swatches will be up on monday, get excited!

Yes - this was definitely a rave post, I simply think YSL is knocking out of the park with these new products. As I said, a review on the Tint-in-Oil and the eyeshadows will go up next week! Are you going to pick any of these up?

//Ég er að segja það, förðunarfyrirtækin eru að standa sig fáránlega vel þessa dagana - endalaust af nýjum snilldar vörum að koma út. Ég fór til hennar Ástrósar í YSL í febrúar og við spjölluðum um nýjungarnar frá merkinu og ég fékk að taka nokkra hluti með mér heim til að prófa. Það er Spring Look-ið sem prýðir fallega andlitið hennar Cöru Delevingne og svo er það Eye Event 2015. Svo já, mjög spennandi. Í dag ætla ég að fara fljótlega yfir allt það nýja og fína en í næstu viku koma ítarlegri færslur um nokkrar vörur sem eru hreinlega OF dásamlegar.

Byrjum á the Spring Look - það er bleikt. Bleikar varir, bleikar kinnar og meira að segja bleikur augnskuggi. Kinnalitur lúkksins er Blush Velupté í litnum 4 Baby Doll, fallegur bjartur bleikur. Ég er vanalega meira fyrir ferskjuliti á kinnarnar en þessir bleiku koma mér alltaf á óvart, þeir gera mann eitthvað svo ferskan og extra unglegan. Glænýtt frá YSL er svo Volupté Tint-in-Oil sem eru litaðar varaolíur, þær eru virkilega fallegar á vörunum og halda þeim mjúkum allan daginn - ítarleg færsla um þessa snilld kemur bráðlega. Svo eru nokkrar fleiri fallegar vörur (sem ég á ekki) eins og t.d. gullfalleg augnskuggapalletta með neutral litum og pop of pink!

Eye Event 2015 er virkilega spennandi - guuuuullfallegir augnskuggar (já, svona mörg U), augnskugga primer og glæsilegi Mascara Volume Effect Faux Cils maskarinn. Ég hef verið að nota maskarann frá því ég fékk hann og hann er virkilega góður, þykkir augnhárin vel og lengir líka - algjör snilld. Ég hef líka verið að nota augnskuggaprimerinn í lit 1 Fair og hann hefur staðið sig mjög vel á mínum olíumiklu augnlokum. Það er litur í primer-num svo að hann hylur allar æðar og annað á lokunum og hann hjálpar augnskugganum að haldast á betur, ég kemst upp með ca. 8 klst áður en ég tek eftir smávegis "creasing". En stjörnurnar eru þó augnskuggarnir - fullt af stökum augnskuggum, Couture Mono og tvær frábærar augnskuggapallettur, Couture Variation. Það er ekki svo langt síðan YSL breytti augnskuggaformúlunni sinni svo þeir eru mýkri og litsterkari en fyrr. Ég mun gera langa og góða færslu um þá á mánudaginn ásamt swatches! Verið spennt.

Já ég er vægast sagt sátt með allar þessar nýju vörur og mér finnst YSL hafa staðið sig frábærlega. Eins og ég sagði áðan þá mun koma færsla um Tint-in-Oil og augnskuggana eftir helgi! Ætlar þú að næla þér í einhverjar nýjungar frá YSL?

Tuesday, March 10, 2015

REVIEW | CLARINS INSTANT GOODNESSCLARINS INSTANT LIGHT COMFORT OIL*, INSTANT LIGHT LIP BALM PERFECTOR 01*, INSTANT CONCEALER 01*

I am a big Clarins fan, I haven't tried a whole lot from the line but what've tried I love. These three pretty little things are new to my Clarins stash, the Instant Light Lip Comfort Oil*, Instant Light Lip Balm Perfector in 01* and the Instant Concealer in 01*. 

Let's start on a super high note, I am talking opera house high note lovin' it - the Instant Light Lip Comfort Oil* is now a stable in my collection. I use it as a lip "balm" and it keeps my lips seriously hydrated and chap-less (which is just what I need during this insane winter weather we've been getting). It doesn't feel like an oil, more like a very light non sticky lip gloss - I seriously love slapping this on. I like to use it on it's on for good old simple moisturising but you can also use it on top of lipsticks for a glossy finish. It smells like Honey and the applicator is great, it's big and hugs my lips perfectly. Ugh - I'm in love, can you tell? Anywho, let's keep on with lightweight moisturising things, the Instant Light Lip Balm Perfector* is the new sibling of my very loved Instant Light Natural Lip Perfector. It's basically a very nice tinted lip balm that smells like mango heaven and feels like butter on the lips. I have it in the shade 01 which is a pretty pink. 

And then we have the Instant Concealer* (in 01), which I was super excited about giving a go as it's become quite popular in the beauty world and I wasn't disappointed. The texture is very light, creamy but watery so it's super easy to blend perfectly onto the skin leaving it natural yet covered. It's got medium but buildable coverage and I find it works both under the eyes and on the rest of the skin. A beautiful concealer that I'm glad to add into my concealer drawer (It'll also last me for ages, there's 15ml of product in that little tube).

Yes, it's all so instant, light and oh-so perfect - it seems like Clarins can do no wrong! Do you have any favorite Clarins products? Feel free to share them in the comments x

//Ég er mikill Clarins aðdáandi, þó að ég hafi ekki prófað neitt svakalega margt frá merkinu hefur allt það sem ég hef prófað verið alveg yndislegt. Þessar þrjár litlu dúllur eru nýjar í Clarins safnið mitt, Instant Light Lip Comfort Oil*, Instant Light Lip Balm Perfector í 01* og Instant Concealer í 01*. 

Við skulum byrja á hárri nótu, þá meina ég óperu mega há nóta - Instant Light Lip Comfort Oil* er nú orðin nauðsyn í mínu safni. Ég nota varaolínu sem varasalva og það heldur vörunum mínum mjúkum og nærðum (sem er nauðsynlegt þar sem að þessi kaldi Íslands vetur virðist ekkert vera á förum). Áferðin er ekki eins og olía, meira eins og léttur, ekki klístraður gloss - ég hreinlega elska að setja þetta á varirnar mínar. Ég nota olíuna meira sem næringu en það er líka hægt að nota hana ofan á varaliti sem gloss. Það lyktar eins og hunang og ásetjarinn er frábær, frekar stór og faðmar varirnar mínar fullkomnlega. Ég er fallin fyrir þessari vöru! En við skulum halda áfram, meira um nærandi og léttar vörur, Instant Light Lip Balm Perfector* er nýjasta systkin heittelskaða Instant Light Natural Lip Perfector. Þetta er einfaldlega mjög góður litaður varasalvi sem lyktar eins og mangó himnaríki og er eins og smjör á vörunum. Ég á lit númer 01 sem er sætur bleikur.

Svo er ég með Instant Concealer* (í lit 01), sem ég var mjög spennt að prófa þar sem hann er orðinn ansi vinsæll í förðunarheiminum - ég var ekki vonsvikin! Áferðin er mjög létt, kremuð en samt þunn svo að það er mjög auðvelt að blanda hyljaranum fullkomnlega á húðina. Þekjan er miðlungs en hægt er að byggja hana upp og mér finnst hann virka bæði undir augun og á restina af andlitinu. Virkilega góður hyljari sem ég bæti glöð við í hyljaraskúffuna (túban mun líka endast heil lengi, það eru heilir 15ml í henni!).

Þar höfum við það! Allt svo létt, fljótlegt og fullkomið - Clarins gerir ekkert rangt. Átt þú einhverjar uppáhalds Clarins vörur? 

Monday, March 9, 2015

REVIEW | MAKE UP STORE OCEAN UTOPIA COLLECTION


MAKE UP STORE OCEAN UTOPIA COLLECTION FROM LEFT TO RIGHT :
MICROSHADOW ATLANTIS*, MICROSHADOW ATOLL*, EYEDUST SEAWEED*, LIPGLOSS SUNSET SAFARI*


I recently got gifted the Ocean Utopia line from Make Up Store - the picture for the collection is absolutely gorgeous (mermaid fabulousness) so I was super excited about trying out the products. 

There are two eyeshadows (Microshadows as Make Up Store calls them), Atoll* which is a stunning shimmery light turquoise shade and then there is Atlantis*, a muted purple with duo chrome glitter. Atoll is pigmented and easy to blend but I don't like Atlantis - in the pan it looks beautiful so I was very disappointed to see that it's chunky and not pigmented at all. For me the hero of the collection is the Seaweed* Eyedust (a loose pigment), a light green with a gold undertone, very pretty and very mermaid-y. The packaging is also very clever because it comes with a sponge applicator, so it doesn't fly all over the place and get messy, those clever Swedish folks! Last product I got is the Lip Gloss in Sunset Safari*, a peachy pink with gold glitters (my swatch is NOT doing it justice) that smells like cake frosting and isn't sticky at all, SUPER! It is very pretty on it's on but I think it's a perfect on top of nude lipsticks for a little extra sumthin'. 

All in all I am very pleased with the collection, the beautiful Seaweed pigment really just makes me so happy - I wish I could bathe in it and become a sparkly mermaid (there might be a bit too much caffeine in my body at this point, sorry). Every time I try out Make Up Store products I say that I need to try more products from the brand and I'm saying it again - I really need to try more MUS products! Any recommendations?

PS. I used Atoll and Seaweed in my latest Get Ready With Me Video - check it out here!

//Ég var svo heppin að fá Ocean Utopia línu Make Up Store að gjöf - ljósmyndin fyrir línuna er svo hrikalega falleg (hafmeyju fullkomnun) svo ég var virkilega spennt að prófa vörurnar!

Það eru tveir augnskuggar (eða Microshadows eins og þeir eru kallaðir hjá MUS), Atoll* sem er virkilega fallegur ljós túrkís litur með glimmeri og Atlantis* sem er fjólublár með duo chrome glimmeri. Atoll er litsterkur og blandast vel en ég er ekki sátt með Atlantis - í "pönnunni" lítur hann ótrúlega vel út en hann var alls ekki litsterkur og glimmerið "chunky". Hetjan í línunni er að mínu mati Seaweed* Eyedust-ið (laus augnskuggi), ljósgrænn með gylltum undirtón, ótrúlega fallegur og mjög hafmeyjulegur. Pakkningin er líka mjög sniðug en það er svampur í lokinu svo það sullast ekki allt út um allt, þessir svíar eru svo klárir! Síðasta varan sem ég fékk var varaglossið Sunset Safari*, ferskju bleikur með gylltu glimmeri (swatch-ið mitt er hörmung!) sem lyktar eins og kökukrem og er ekki klístrað, SUPER! Liturinn er mjög fallegur einn og sér en mér finnst hann flottastur yfir nude varaliti til að gera varirnar extra fínar.

Allt í allt er ég mjög ánægð með línuna, fallega Seaweed pigmentið gerir mig bara svo ótrúlega glaða - langar að baða mig uppúr því og breytast í hafmeyju (ég er kannski búin að drekka of mikið koffín núna..). Alltaf þegar ég prófa Make Up Store vörur segji ég að ég þurfi að prófa fleiri og ég segji það aftur núna, ég verð að prófa fleiri vörur frá MUS! Átt þú einhverjar uppáhalds Make Up Store vörur? Endilega deildu þeim í kommentunum.

PS. Ég notaði Atoll og Seaweed í nýjasta myndbandinu mínu - þú getur séð það hér

Thursday, March 5, 2015

VIDEO | GRWM CLASSIC WITH A POP OF COLOR

I am on a video roll you guys! I present to you the second video of the week - my first non-talking GRWM video where I do a classic look with a pop of color. Since this is a sped up video there's no babbling in Icelandic so my readers from all over the globe can watch it without having to press the mute button. I hope you guys like it! Feel free to subscribe (videos in english are coming shortly), like and comment x

SKIN Lancome Miracle Cushion - 01 Porcelaine* (review), Clarins Instant Concealer - 01*, Hourglass Ambient Lighting Powder - Diffused Light, Sleek Higlighter Palette*, Hourglass Ambient Lighting Powder - Incandescent Light, Milani Baked Blush - Luminoso EYEBROWS Anastasia Beverly Hills Brow Wiz - Medium Brown, Anastasia Beverly Hills Clear Brow Gel EYES Yves Saint Laurent Couture Variation - Nu*, Kat Von D Tattoo Liner - Trooper (not a fan!), NYX Jumpo Eye Pencil - Milk, Make Up Store Eye Dust - Sea Weed*, Make Up Store Microshadow - Atoll*, Yves Saint Laurent Mascara Volume Effect Faux Cils*, Tanya Burr - Everyday Flutter* LIPS MAC Lipliner Subculture, MAC Kinda Sexy, MAC Tinted Lipglass - Pink Lemonade

//Ég er í vídjó ham! Hér er annað video vikunnar - mitt fyrsta GRWM myndband þar sem ég tala ekkert heldur sýni hreinlega hvað ég er að gera í hraðspólun með (ágætri) tónlist undir. Núna geta loksins erlendur lesendur mínir horft á myndband frá mér án þess að ýta strax á mute takkann. Vonandi líkar ykkur! Þið megið endilega subscribe-a, like-a og kommenta x 

HÚÐ Lancome Miracle Cushion - 01 Porcelaine* (review), Clarins Instant Concealer - 01*, Hourglass Ambient Lighting Powder - Diffused Light, Sleek Higlighter Palette*, Hourglass Ambient Lighting Powder - Incandescent Light, Nars - Laguna, Milani Baked Blush - Luminoso AUGABRÚNIR Anastasia Beverly Hills Brow Wiz - Medium Brown, Anastasia Beverly Hills Clear Brow Gel AUGU Yves Saint Laurent Couture Variation - Nu*, Kat Von D Tattoo Liner - Trooper (not a fan!), NYX Jumpo Eye Pencil - Milk, Make Up Store Eye Dust - Sea Weed*, Make Up Store Microshadow - Atoll*, Yves Saint Laurent Mascara Volume Effect Faux Cils*, Tanya Burr - Everyday Flutter* VARIR MAC Lipliner Subculture, MAC Kinda Sexy, MAC Tinted Lipglass - Pink Lemonade

Wednesday, March 4, 2015

REVIEW | LANCOME MIRACLE CUSHIONBARE FACE VS LANCOME MIRACLE CUSHION IN 01 PORCELAINE 

FULL FACE USING LANCOME MIRACLE CUSHION IN 01 PORCELAINE* AS A BASE

There's no denying it, I am a foundation fanatic. The newest addition to my evergrowing foundation drawer is Lancome's newest foundation, the Miracle Cushion. The cushion foundations have been very popular in Asian countries for a few years but it's brand new to us in the western world. But what is a cushion foundation? It's a liquid foundation in a compact, in that compact there is a sponge (or a cushion!) that keeps the foundation fresh and from spilling everywhere. Very clever and very handy on the go!

I am going to keep this review as short and snappy as I can, so let me start off by saying - I love this foundation. It has a light (but buildable) coverage and it has a lovely dewy finish. I don't have terrible skin but it's not perfect at all, uneven with open pores and all that good stuff. The Miracle Cushion simply evens out my skin tone and leaves my skin looking natural and glowy. After it sets it doesn't feel sticky so I don't feel the need to powder my entire face (I do always powder where I conceal - under the eyes and down my t-zone). It lasts very well on my skin and it stays in place for a good 7-8 hours (I do have combo skin so I do get a little oily around my t-zone but I kinda like that). The sponge provided for application is quite nice but I like to use a buffing brush (Sigma F80 has been my weapon of choice). I've got it in the shade 01 Porcelaine which is the lightest shade, it matches me perfectly (which is a rare find for me). 

As I said previously, I am loving this foundation - it's giving my very loved YSL BB Creme a run for it's money! I'd say it's a perfect everyday foundation - with it's SPF of 23/PA++ and super light-weight feel. The Lancome Miracle Cushion will suit very dry to combination skin and comes in 6 different shades (step up your shade game, Lancome!). It's a beautiful foundation that you should definitely try out x

//Ég neita því ekki að ég er alveg sjúk í farða. Nýjasta viðbótin í sístækkandi farða skúffunni minni er nýjasti farðinn frá Lancome, Miracle Cushion*. Cushion farðar hafa verið mjög vinsælir í Asíulöndunum í nokkur ár en eru glænýjir hér í vestræna heiminum. En hvað er cushion farði? Blautur farði í boxi, í boxinu er svampur (cushion) sem heldur farðanum ferskum og passar að hann hellist ekki út um allt. Mjög sniðugt og frábært þegar maður er á ferðinni!

Ég ætla að hafa þessa umfjöllun sem stysta svo ég byrja einfaldlega á því að segja - ég elska þennan farða. Hann hefur létta (en hægt að byggja upp) þekju og fallega ljómandi áferð. Ég er ekki með hræðilega húð en hún er alls ekkert fullkomin, ójöfn með opnum svitaholum og öll þau skemmtilegheit. Miracle Cushion farðinn jafnar út húðlitinn og skilur húðina eftir náttúrulega og ljómandi. Þegar farðinn hefur sest á húðinni er hann ekki blautur og klístraður svo mér finnst ég ekki þurfa að púðra allt andlitið (ég púðra þó alltaf þar sem ég nota hyljara - undir augunum og niður t-svæðið). Farðinn endist mjög vel á minni húð, góðir 7-8 tímar (ég er með blandaða húð svo ég fæ smávegis glans á t-svæðið, en mér finnst það bara fallegt). Það fylgir svampur með til að bera farðann á, hann er ágætis svampur en mér finnst best að nota buffing bursta (Sigma F80 verður oftast fyrir valinu). Ég nota litinn 01 Porcelaine sem er ljósasti liturinn og hann passar mér fullkomnlega (sem gerist alls ekki oft). 

Eins og ég sagði áðan, þá er ég alveg fallin fyrir þessum farða - elskulega YSL BB kremið mitt er komin með keppinaut. Mér finnst hann frábær hversdagsi farði, með SPF 23/PA++ sólarvörn og ótrúlega léttur á húðinni. Lancome Miracle Cushion hentar best þurri til blandaðri húð og kemur í 6 litum (Lancome mætti bæta fleiri litum við!) Frábær farði sem allir ættu að prófa!


Monday, March 2, 2015

VIDEO | COLLECTIVE HAUL - MAKE UP, CLOTHES AND OTHER STUFFYesterday I filmed my first haul video, I was a bit worried that no one would want to see it so I asked on instagram and everyone said YES! So here it is, my first (and definitely not last, 'cause you guys know I like shopping) haul video. It's mostly make up (that I bought myself and some stuff I recently got from PR) along with some clothes and other stuff. I am getting tired of saying this but the video is in Icelandic, sorryyyy (I need to grow some balls and film a video in english for you lovely people). Hope you are having a wonderful monday!

PS. I have a lot of exciting products coming up on the blog these next weeks x

//Ég tók upp mitt fyrsta "haul" myndband í gær! Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að setja það inn og spurði á Instagram og þar sögðu allir JÁ! Þannig hér er það, mitt fyrsta (og klárlega ekki síðasta þar sem ég er shopaholic) haul video. Flestar vörurnar eru förðunarvörur (bæði sem ég hef keypt sjálf ásamt nokkru sem ég hef fengið frítt) en ég sýni líka flíkur og fleira. Ég mun fjalla um einhverjar af vörunum sem ég sýni í myndbandinu hér á blogginu en þið megið endilega láta vita ef þið viljið ítarlega færslu um eitthvað. En endilega horfið og eigið frábæran mánudag x

Blogger Template designed By The Sunday Studio.