Tuesday, January 23, 2018

REVIEW | ESTEE LAUDER DOUBLE WEAR NUDE


ÓMÁLUÐ // ESTEE LAUDER DOUBLE WEAR NUDE - 2N2

FULL FACE 

Upp á síðkastið hef ég verið að teygja mig meira í léttari farða. Ég áttaði mig fljótt á því að ég á mjög fáa létta, náttúrlega farða. Uppáhaldið mitt hefur alltaf verið Face and Body frá MAC en ég get ekki notað hann þar sem ég fæ bólur af öllum MAC förðum svo ég fór beinustu leið í Hagkaup í þeirri von um að finna minn fullkomna náttúrulega farða og ég held svei mér þá að ég hafi fundið hann.

Farðinn sem um ræðir er nýr í Double Wear línu Estee Lauder og heitir Double Wear Nude Water Fresh Makeup. Farðinn lofar því að vera fisléttur á húðinni, rakagefandi og endingagóður, hann hljómaði því alveg eins og það sem ég var að leita mér að. Eftir fyrstu prófun var ég strax heilluð, hann blandast auðveldlega, er léttur og náttúrulegur á húðinni en nær samt að slétta úr öllum ójöfnum. Hann gefur góðan raka og fallegan ljóma en helst samt vel á í gegnum daginn án þess að setjast í fínar línur (einn af þeim bestu þegar kemur að ennishrukkunum mínum).

Ég byrja alltaf á einni léttri umferð yfir allt og bæti síðan örlítið meira þar sem ég þarf (oftast á kinnarnar og á nefið), þannig fæ ég mína fullkomnu léttu-miðlungs þekju. Þegar farðinn er búinn að vera á húðinni á smá tíma er hann alveg þurr (en ekki þurrkandi) svo mér finnst ég ekki þurfa að púðra yfir allt, heldur bara undir augun og niður t-svæðið (eins og ég geri vanalega). Ég myndi segja að farðinn henti öllum húðtýpum en ef þú ert olíumikil/l og efins mæli ég með að kíkja á umfjöllunina frá Nikkia Joy (getið horft hér). 

Farðinn inniheldur líka SPF 30 sem er frábært til að vernda húðina fyrir sólargeislunum (þeir eru sterkari en þú heldur, þrátt fyrir dimman janúar mánuð á Íslandi!). 

Farðinn kemur í klassískri Estee Lauder glerkrukku með gylltum tappa, helsti ókosturinn er að það er engin pumpa. Vanalega kvarta ég lítið yfir því EN þar sem farðinn er mjög blautur þá getur verið mikið bras að hella farðanum út. Maður þarf að fara mjög varlega svo það hellist ekki alltof mikið úr eða renni útum allt. 

Já, það er öruggt að segja að ég hafi fundið það sem ég var að leita af - minn fullkomni náttúrulegi farði! Mæli klárlega með að kíkja á þennan x

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // vöruna keypti ég sjálf

Tuesday, January 16, 2018

MAKE UP LOOK | DESERT DUSK




Sýndi þessa förðun á snapchat fyrir stuttu en mér tóks loksins að gera vel heppnað hálft cut crease (gleði, gleði!). Ég var að prófa Desert Dusk pallettuna frá Huda Beauty í fyrsta skiptið og hingað til hefur hún reynst mér ansi vel, fallegir litsterkir augnskuggar sem blandast vel! Var hrikalega ánægð með útkomuna (meira að segja hrósaði kæró augnförðuninni endalaust) svo mig langaði að deila með ykkur vörunum sem ég notaði x

HÚÐ : 
Smashbox - Primerizer* + Becca - First Light Priming Filter
LA Girl - Pro Coverage foundation (Nude Beige) + Jouer - Essential foundation (Almond)
Tarte - Shape Tape (Light Neutral)
RCMA - No Colour Powder
MAC - Give Me Sun
Nars - Orgasm
Ofra - Rodeo Drive 

AUGABRÚNIR :
LA Girl - Shady Slim Brow Pencil (Brunette)
Eye Of Horus - Dual Brow Perfect

AUGU :
Huda Beauty - Desert Dusk
Lit Cosmetics - Afternoon Delight
Koko Lashes - Fifth Ave

VARIR : 
Charlotte Tilbury - Iconic Nude
MAC - Enchanted One
MAC - Pink Lemonade 
post signature
þessi færsla er ekki kostuð // stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf, aðrar keypti ég sjálf

Sunday, January 14, 2018

WISHLIST #1

1 2 3 4 5 6 7 

Þið sem hafið fylgst með mér í gegnum árin vitið vel að ég er netverslunarsjúklingur (sem er frábært fyrir mig en bankareikningurinn er því miður ekki sammála). Uppá síðkastið hef ég meira verið að fletta í gegnum fatasíður (er byrjuð að átta mig á því að ég á (meira en) nóg af snyrtivörum) og langaði mig því að gera það að reglulegum lið hérna á blogginu að sýna ykkur brot af því sem leynist í óskalistunum sem ég hef safnað í á alls kyns síðum - það kannski hjálpar ykkur að finna einhverja gullmola! 

Langaði líka að deila með ykkur mínum topp þremur fataverslunum á netinu - ég get alltaf fundið mér eitthvað fallegt á góðu verði á þessum síðum x 

ASOS 
MISSGUIDED 
PRETTY LITTLE THING 

post signature
þessi færsla er ekki kostuð

Thursday, January 11, 2018

2017 FAVORITES



Ég veit ég er sein en jæja, fyrst að árið 2018 er gengið í garð er viðeigandi að fara yfir mínar uppáhalds vörur árið 2017. Að þessu sinni ákvað ég að tala einungis um þær vörur sem ég prófaði fyrst á árinu, þannig hér höfum við þær vörur sem stóðu uppúr af nýjungunum árið 2017. 

Eins og það komu nú út margar flottar vörur þá var ég einstaklega góð í að spara þetta árið og voru nýjungaskúffurnar ekki alveg jafn fullar og síðustu ár, við sjáum til hvernig mér gengur í sparnaði þetta árið (þetta skrifa ég meðan ég bíð eftir að DHL banki upp á með sendinguna mína). 

Gleðilegt 2018 - vonandi byrjar nýja árið vel hjá ykkur!

Becca First Light Priming Filter - sem lítil primer manneskja kom þessi í lífið mitt og breytti því til hins betra. Þessi fjólubláa dásemd gefur raka, ljóma og gerir húðina almennt ferskari. Algjör bomba bæði undir farða og einn og sér.

LA Girl Pro Coverage Foundation - ég var mjög spennt að prófa þennan og var svo sannarlega ekki svikin. Hann gerir húðina mína fullkomna með miðlungs til fullri þekju, léttum ljóma og endist bókstaflega allan daginn. Er búin að nota hann endalaust í gegnum árið og hefur hann náð öðru sæti á uppáhalds farðalistanum (Nars Sheer Glow að sjálfsögðu í fyrsta). 

Tarte Shape Tape - þessi hyljari er að öllum líkindum á uppáhalds lista allra en hann á það svo sannarlega skilið. Fáranlega góð þekja sem endist í gegnum daginn, fer lítið sem ekkert í fínar línur og lítur vel út á húðinni. ATH! A little goes a long way.

Nars Soft Matte Concealer - annar hyljari sem ég féll fyrir á árinu. Full þekja sem einhvernveginn lítur alltaf náttúrulega út, ekki jafn þykkur og t.d. Shape Tape. Þessi hefur verið uppáhaldið mitt sem hversdags, ég nota bara örlítið undir augun og þar sem er roði og hann hylur allt án þess að sjást. Nota hann líka mikið þegar ég nota léttari hyljara til að gefa aaaðeins betri þekju. 

RCMA No Colour Powder - algjörlega gegnsætt laust púður sem setur allt á sinn stað án þess að breyta litnum. Ég hef séð það notað á mjög ljósa húð og mjög dökka húð og það stendur við nafn sitt; enginn litur. Uppáhaldið mitt til að setja hyljarann undir augunum, mattar án þess að þurrka.

Ofra Rodeo Drive - Ofra einfaldlega kann ekki að gera lélega highlightera. Þessi er búinn að vera uppáhalds highlighterinn minn í gegnum allt árið. Virkilega fallegur og intense kampavínsgylltur litur sem situr fallega á húðinni.

LA Girl Shady Slim Brow Pencil - hræódýr, góður augabrúnablýantur? Já takk. Þessi kom út í byrjun ársins og tók fljótlega við af dýrari blýöntunum sem alltaf hafa verið í uppáhaldi. Ég breytti nýlega úr litnum Medium Brown í Brunette og fýla ég hann aðeins betur, hann er kaldari og örlítið dekkri. 

Urban Decay Naked Heat- einstaklega falleg palletta með góðum litsterkum augnskuggum sem blandast eins og draumur. Hef nú þegar gert ítarlega færslu um hana svo ég ætla ekki að blaðra of mikið, getið lesið allt um hana hér

Eye of Horus Bio Mascara - frá því að ég prófaði þennan fyrst hef ég verið ástfangin. Ég er með mjög léleg augnhár, stutt og fíngerð EN einhvernveginn nær þessi að gera þau þykkari, lengri , krullaðari og helst líka á allan daginn án þess að erta mín viðkvæmu augu. Uppáhalds að eilífu (held ég).

Make Up Store Gold Digger Eyeliner - furðulegt fyrir mig að setja inn augnblýants uppáhald þar sem ég er lítið fyrir liner á sjálfri mér en ég nota þennan meira sem augnskugga. Þessi fallegi bronsaði litur er það sem ég teygji mig mest í þegar ég vil smávegis á augun, ég geri þykka lína meðfram augnhárunum, blanda út og voila! 

Koko Lashes 502 - ég hef örugglega farið í gegnum svona 30+ pör af þessum í gegnum árið (afþví ég er ömurleg að ganga frá augnhárunum mínum þegar ég tek þau af og enda þau flest á rykugu gólfinu). Náttúruleg augnhár sem láta mig einfaldlega líta út fyrir að vera með FULLKOMIN augnhár. Mæli með þessum fyrir ALLA.

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf, aðrarr keypti ég sjálf

Blogger Template designed By The Sunday Studio.