Wednesday, January 15, 2014

ONLINE SHOPPING 101


//Ég ákvað að henda í Online Shopping 101 færslu, fyrir ykkur íslenska fólkið. Eins og þið vitið, þá er ekkert svakalega mikið í boði hér á Íslandi og verðin eru yfirleitt alltof há. Ég ætla að benda ykkur á nokkrar af mínum uppáhalds síðum til að kaupa bæði förðunarvörur og falleg föt! Vonandi svarar þetta einhverjum spurningum (eða ef þú vissir þetta allt, þá færðu kannski einhverjar nýjar síður til að skoða!) og ef þið eigið einhverjar uppáhalds búðir á netinu, þá megið þið endilega segja mér frá því í commentunum (kveðja frá shopaholic).

1. Byrjum á the basics, ég fæ rosalega margar spurningar um það hvernig maður eigi að versla á netinu. Það er nokkuð einfalt, en þú þarft alltaf að muna að vera dugleg að lesa þig um á hverri síðu fyrir sig. Ekki bara henda fullt í körfuna og ætla að fara að borga, þegar þú sérð loks að það kostar 10 þúsund bara að senda þetta heim (eða þá að síðan sendi einfaldlega ekki til Íslands)! Á flestum síðum er hægt að finna (oftast efst eða neðst á síðunni) "Shipping Info" eða "Delivery Information" eða eitthvað því líkt. Þar ætti að standa hvert síðurnar senda og hversu mikið það mun kosta.

2. Næst, hvernig borga ég? Langflestar síður taka við kreditkortum og sumar bjóða einnig uppá PayPal. PayPal er öruggasta leiðin til að versla á netinu, svo ég mæli með því að eignast notanda þar ef þú ætlar að versla þér alla daga vikunnar! Annars er yfirleitt hægt að treysta kredit kortinu, flestar síður sýna að þú sért að borga í gegnum t.d. "SagePay" eða eitthvað slíkt, sem ætti að gera allt öruggara. Ef þú treystir þér ekki í að setja þínar upplýsingar á netið, ekki gera það. Þá verslaru bara hér heima!

3. Nú er það sendingin og tollurinn. Við búum á Íslandi svo það tekur yfirleitt smá tíma fyrir pakkann að koma. Flestar síður bjóða uppá að fylgjast með hvar pakkinn þinn er (tracking). En hugsaðu um það að því ódýrari (eða ókeypis) sendingu sem þú velur, því lengur þarftu að bíða. Þannig ef þú færð ókeypis sendingu þá gæti verið að þú þurfir að bíða í mánuð. Tollurinn er afar leiðinlegur en einfaldur. Oftast þarftu að borga eitthvað, stundum ertu heppin og þarft ekki að borga krónu. Ef þú villt vita hvað þetta mun kosta ca, þá mæli ég með því að fara á tollur.is og í reiknivélina þar.

Síðast vil ég aðeins tala um AliExpress og eBay. AliExpress er orðin mjög vinsæl núna. Ódýr fatnaður og fleira á mjög lágu verði. Lágt verð = minni gæði, það er bara þannig. Finnst fínt að kaupa sér föt og skó á síðunni, en látið förðunarvörur og fleira vera (nema augnhár, þau eru ódýr og ágæt). Ebay er algjört uppáhald hjá mér, ég er alveg ebay sjúk! Sú síða er líka nokkuð öruggari. Þú getur bara borgað með Paypal og Paypal mun yfirleitt passa uppá að þú fáir endurborgað ef þú færð ekki vörurnar. Á báðum síðum þarftu að skoða vel hverjar skoðanir annara sem hafa keypt af seljandanum hafa verið. Veldu alltaf hæstu einkunina (þó þú þurfir að borga 100 kr í viðbót, það er þess virði).

Jæja nú er ég búin að blaðra alltof lengi, hérna eru mínar uppáhalds búðir og grunnupplýsingar um sendingarkostnað og fleira.

MAKEUP / BEAUTY
FEEL UNIQUE - Uppáhalds hjá mér, frí sending til Íslands!
BEAUTY BAY - Mjög svipuð og Feel Unique, líka frí sending til Íslands!
BEAUTY JOINT - Mjög góð fyrir ódýrt og amerískt, kaupi oftast augnhár þar. Ódýr sending.
CHERRY CULTURE - Svipuð og beauty joint. Aðeins dýrari sending en samt sanngjörn.
LOVE MAKE UP - Mikið af merkjum sem eru ekki seld allsstaðar. Mjög ódýr sending.

FATNAÐUR / SKÓR
ASOS - Fullt af flottum fötum og skóm á allskyns verðum, ókeypis sending!
NASTY GAL - Ótrúlega flott föt og skór (t.d. Jeffrey Campbell), frekar ódýr sendingarkostnaður.
MISSGUIDED - Æðisleg föt á góðu verði. Sendingarkostnaður sanngjarn.
SHOP WASTELAND - Mikið af flottum fötum og skóm. Sending í dýrari kantinum
SOLESTRUCK - Æðislegir skór, frí sending ef þú pantar fyrir 199$ eða meir.
ROMWE, CHOIES OG SHE INSIDE - Allt flottar síður með föt á góðu verði. Mikið af fötum sem maður sér ekki allsstaðar. Athugið að fötin eru oft hönnuð fyrir kínverskar konur, svo stærðirnar eru oft litlar. Þær bjóða allar uppá ókeypis sendingu en það tekur smá tíma að koma.

Jidúddíamía, lengsta færsla sem ég hef gert. En vonandi hefur þetta hjálpað þeim sem hafa verið að spyrja. Ef þið hafið fleiri spurningar þá megið þið skilja þær eftir í commentunum og ég svara sem fyrst!



2 comments:

  1. Mér finnst bloggið þitt svo skemmtilegt :)

    Finnst stundum þegar maður les svona lífstíls/tísku/makeup blogg að bloggararnir séu voða mikið að mæla með vörum sem eru augljóslega styrktaraðilinn þeirra eða að þeir mæli bara með vörum sem eru sjúklega dýrar! Er mjög ánægð með að þú mælir með vörum á öllum verðstigum, hentar vel fyrir fátæka námsmenn að geta keypt eitthvað ódýrt sem maður veit samt að er ekki algjört drasl :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Kannski að ég fari að henda í fleiri færslur fyrir fátæka fólkið (þar sem ég er ein af þeim)!
      En takk fyrir að lesa bloggið! Alltaf gaman að fá comment frá Íslensku lesendunum x

      Delete

Thank you for commenting! It means a lot x

Blogger Template designed By The Sunday Studio.