Wednesday, September 24, 2014

3 LOVES AND A LET DOWN | #1

As a make up artist, beauty junkie, extreme make up hoarder and a blogger that is sometimes lucky enough to receive products through PR, I have managed to accumulate quite a lot of stuff. Even though my blog mainly consists of product reviews and such, some products rarely get mentioned; so I thought I'd start the series 3 loves and a let down. That is 3 products I've been loving and 1 (or more) product that simply didn't work for me. Now I like my blog to be a happy place so I almost never write about things I don't like, but I thought it would be alright to mention a pooper once in a while. But remember! Everyone is different, what works for me might not work for you and what works for you, might not work for me - so please don't take these things too seriously, ok? So what are my 3 loves and 1 let down this time around? Well let's take a look;

The 3 Loves : I've said this a million times by now and I'll say it again, I am not a nail polish kinda gal. My nails suck and when applying nail polish, I am a clumsy mess. But, the Barry M Gelly Nail Paints are my absolute favorite polishes; the formula is thick and opaque, super shiny, it dries quickly and lasts pretty well. So I am a happy girl. My favorite shade at the moment is Almond, a beautiful grey taupe (or something like that). A brush favorite is the Sigma F40 which I was gifted at a recent blogger meet up. I actually owned this brush a few years ago but it got stolen from me (along with some other bits, like a LE MAC blush... *tears*), so I when I peaked into my goodie bag, I was happy to finally have it back in my life; a super soft, angled brush that I like to use for blush or light contouring. The last love this time around is the YSL Glossy Stain in #53 (a part of the fall line). The glossy stains from YSL are a pretty well known product, it's a gloss that stays on very well and stains the lips. I love this paired on top of other products to give them a glossy finish and lock it in place - my favorite combo at the moment is Whirl lipliner (MAC) all over the lips with the #53 Glossy Stain on top, a beautiful browny mauve lip (think glossy Kylie Jenner lips).

The let down : This may come as a surprise to a lot of people, because the product I am giving a thumbs down this time is a cult favorite, the They're Real mascara from Benefit. For me, the formula was way too wet and didn't do anything to my lashes. Yes, it is super black and lasts very well, but it didn't lengthen my lashes at all and it didn't hold my curl for long. Now I will let this dry up a bit because I have heard that some people really like it when the formula is a bit drier, so this product still has hope! But for now, it's a no from me. (PS. I think this mascara probably works best for people that already have pretty good lashes to begin with, that just want a bit of volume and a super black formula).

Hope you liked this post! I'll see you on friday x

//Þar sem ég er förðunarfræðingur, förðunarfíkill, safnari og bloggari hef ég sankað að mér ansi mörgum vörum. Þó að bloggið mitt sé aðallega fyllt af færslum um allskyns vörur þá eru nokkrar vörur sem ég tala lítið sem ekkert um, bæði góðar og slæmar. Ég ákvað þessvegna að gera reglulega þessa færslu, 3 loves and a let down. Semsagt 3 vörur sem ég hef verið að fýla og 1 (eða fleiri) sem ég hef ekki verið nógu ánægð með. Ég reyni yfirleitt að hafa bloggið mitt jákvætt og yfirleitt þegar mér líkar ekki vel við vöru, þá einfaldlega tala ég ekki um hana. En smávegis neikvæðni ætti að vera í lagi stundum, því það er gaman að sjá hvað virkar fyrir hvern og einn! En við skulum samt muna að smekkur manna er misjafn þannig við skulum ekki taka þessu of alvarlega. Hér eru þær 4 vörur sem komust í þessa færslu að þessu sinni;

The 3 Loves : Ég hef sagt það nokkrum sinnum nú þegar, ég er ekki naglamanneskja. Ég er ekki með fullkomnar neglur og ég er algjör klaufi þegar kemur að því að lakka á mér neglurnar. En Barry M Gelly Nail Paints eru í algjöru uppáhaldi hjá mér og finnst mér formúlan æðisleg, þykk og þekur vel í fyrstu umferð. Gelly lökkin glansa líka vel og haldast vel á nöglunum mínum. Að þessu sinni er það liturinn Almond sem stendur uppúr hjá mér, fallegur grár taupe litur. Sigma F40 er í miklu burstauppáhaldi en ég var svo heppin að fá hann á bloggarahitting frá stelpunum sem sjá um Sigma hér á Íslandi. Ég átti F40 burstann fyrir nokkrum árum en honum var stolið, þannig að ég er virkilega ánægð að fá hann aftur í burstasafnið. Burstinn er rosa mjúkur skáskorinn andlitsbursti sem mér finnst bestur í kinnalit eða léttar skyggingar. Síðasta ástin að þessu sinni er YSL Glossy Stain í litnum #53 (úr haustlínunni). Glossy Stain frá YSL eru nokkuð vel þekkt og er oft kallað "varalakk" á íslensku. Þessi varalökk eru með miklum gloss og smá lit sem helst á mjög lengi, áferðin er nokkuð öðruvísi en á flestum glossum en það er einmitt það sem lætur glossinn haldast svona vel á. Mér finnst lakkið æði parað með öðrum vörum til að gefa því glans og láta litinn endast betur - uppáhalds kombóið í dag er Whirl varablýantur yfir allar varirnar og Glossy Stain #53 yfir (hugsaðu Kylie Jenner varir með gloss). 

The Let Down : Það kemur líklegast mörgum á óvart að mér finnist þessi vara ekki góð þar sem þetta er einn vinsælasti maskari (ef ekki sá vinsælasti) í öllum heiminum. En maskari er ein af þessum vörum sem er svo rosalega persónulegur og fer alveg eftir augnhárum hvers og eins. En maskarinn sem ég er að tala um er They're Real frá Benefit. Mér finnst formúlan alltof blaut og maskarinn gerir ekkert fyrir mín stuttu augnhár. Jú, maskarinn er mjög svartur og helst vel á en hann lengdi augnhárin mín ekkert og þyngdi þau niður (þannig krullan hélst ekki). Ég hef samt heyrt að margir fýli hann vel þegar hann er orðinn aðeins þurrari, svo ég leyfi honum að slaka á ofan í skúffu og ég mun prufa hann seinna - ekki er öll von úti! En að þessu sinni fær hann tvo þumla niður frá mér.. (PS. ég held að þessi maskari muni henta vel þeim sem eru þegar með góð augnhár og vilja bara smá þykkingu og vel svarta formúlu).

Vonandi fannst ykkur þessi færsla skemmtileg! Sjáumst á föstudaginn x


6 comments:

 1. Ég gæti ekki verið meira sammála þér með Barry M Gelly naglalökkin (er að verða uppáhalds naglalakkamerkið mitt) og They're Real maskarann! Fyrir utan að mér finnst burstinn virka eins og píningartól þá gerir formúlan lítið fyrir mig.

  Takk annars fyrir skemmtilegt blogg :)

  eygloerla.com

  ReplyDelete
  Replies
  1. Já Barry M er æði! En já hann virkar engan veginn fyrir mig..
   Takk fyrir að lesa xx

   Delete
 2. Ég einmitt elska They're Real maskarann, ég er reyndar með frekar löng augnhár og finnst hann henta einna best af þeim möskurum sem ég hef átt í gegnum árin og fáir bústað þau eins mikið upp, því þótt þau séu löng augnhárin eru þau samt mjög fíngerð

  ReplyDelete
 3. I found the Benefit mascara to be a bit of a letdown at first as well but once it started to dry up, it became amazing and near the end I just didn't want it to be done! Maybe things will change as it dries up but that's just me. xx
  Celina | The Celution | Bloglovin’

  ReplyDelete
 4. Hæhæ, finnst bloggið þitt mjög skemmtilegt en verð nú að segja að ég er fyrir örlitlum vonbrigðum. Nú varst þú að pósta nýlega um umræðuna að bloggarar blogga alltaf bara jákvætt um vörur sem þeir fá gefins og að þú frekar sleppir því bara að blogga um vöru ef þú ert ekki hrifin af henni en hér skrifaru um "Let Down's", að öllum líkindum vegna þess að þú fékkst þær vörur ekki gefins og þess vegna þoriru að segja að þú kunnir ekkert sérstaklega að meta þær. Gætir þú ekki gert hið sama um vörur sem þú fengir gefins, ef þú værir ekki að meta þær? Líka ágætt að benda á að þótt einhver aðili segir að hann kunni ekki að meta einhverja vöru (hvort sem hann fékk hana gefins eða ekki) myndi ég allavega persónulega aldrei túlka það sem einhverja "neikvæðni". Frekar bara hreinskilni.
  En verð engu að síður að hrósa þér fyrir skemmtilegt blogg :) Finnst þú einn klárasti förðunarbloggarinn, þar sem þú actually kannt að nota vörurnar ;)

  ReplyDelete
  Replies
  1. Ég sagðist ætla að gera þessa færslu stundum og stundum til að segja frá vörum sem ég varð fyrir virkilegum vonbrigðum með (skiptir engu máli hvort ég fái þær frítt eða ekki).

   Þegar ég segjist ekki vilja tala um vörur sem ég fýla ekki er ég að meina að ég vilji ekki gera heila færslu einungis um vöru sem hentar mér ekki - þessvegna ætla ég að gera þessa færslu hér og þar til að deila með ykkur einhverju sem ég hreinlega fýla ekki.

   Og jú auðvitað er það hreinskilni þegar ég tala um vöru sem mér finnst ekki góð en mér finnst alveg ótrúlega leiðinlegt að leggja vinnu í færslu sem er um eitthvað sem mér finnst lélegt.

   Ég mun aldrei geta glatt alla þannig fólk verður einfaldlega að ákveða sjálft hvort það treysti því sem ég segji eða ekki :)

   Delete

Thank you for commenting! It means a lot x

Blogger Template designed By The Sunday Studio.