Wednesday, June 1, 2016

10 SEPHORA MUST-HAVES


Það líður ekki sá dagur þar sem ég fæ ekki spurninguna "hvað er must have úr Sephora?", þannig ég ákvað að henda í mínar topp 10 vörur frá himnaríki snyrtivörufíklana.
Ég ætla ekkert að fara náið í hverja vöru en ef þið viljið review um eitthvað þá megið þið endilega skilja eftir komment!

Nars Sheer Glow - Uppáhalds farðinn minn í alheiminum, miðlungs þekja (en buildable), demi-mattur, endist og myndast vel. Einfaldlega bestur! Gobi er minn litur en ég nota Santa Fe þegar ég er brúnkuð upp. 

Beauty Blender - dööö, þarf nú lítið að útskýra þetta val. Besta tólið (að mínu mati) til að blanda farða og hyljara. Nauðsyn í allar snyrtibuddur.

Hourglass Ambient Lighting Powder - Púður sem gefa húðinni alveg einstaklega fallega áferð, koma í nokkrum týpum en mitt uppáhald er Diffused Light og hentar það vel undir augun. Ég hef talað um púðrin ítarlega hér.

Becca Shimmering Skin Perfector - Blautur highlighter sem ég nota annað hvort undir farða, blandaðan í farðann eða ofan á (fyrir extreme glow). Fullkomið fyrir þá sem vilja almennilegt highlight! Ég á litina Opal og Moonstone.

Anastasia Brow Wiz - Líklegast uppáhalds snyrtivaran mín, fyrr og síðar! Hinn fullkomni augabrúnablýantur sem ég nota í hvert einasta skiptið sem ég farða mig og aðra. Hann hreinlega klikkar ekki. Ég nota litinn Medium Brown. Líka til á Nola.is.

Nars Laguna - Þetta sólarpúður er ein vinsælasta varan í Sephora en það kemur svo sem ekki á óvart þar sem liturinn er virkilega fallegur og hentar flestum húðtónum. Hægt að nota hann létt eða byggja litinn upp.

First Aid Beauty Ultra Repair Cream - Mjög rakagefandi og gott rakakrem sem ég gæti ekki verið án. Hentar öllum húðtýpum en er þó best fyrir þurra-venjulega húð, fyrir blandaða-olíumikla húð er betra að nota það sem næturkrem (eins og ég geri). Toppnæs og líka til á Fotia.is.

Stila Magnificent Metals Foil Finish Eyeshadow - Mitt uppáhald til að poppa auðveldlega upp á hvaða augnförðun sem er, ég á litinn Kitten sem er fallegur kampavínslitur og ég elska hann í innri augnkrók. Glimmer án vesens! 

Urban Decay Naked Skin Concealer  - Dásamlegur hyljari sem þekur vel, blandast auðveldlega og er fallegur á húðinni. Svo sem ekki skrítið að hann sé svona vinsæll! 

Bumble & Bumble Surf Spray - Ég er rosalega hrifin af saltspreyum í krullurnar mínar, þær bara einfaldlega gera þær fallegri að mínu mati! Líka gott í hár sem er ekki krullað til að ýfa það aðeins, ég fullkomið í "bed head" hár. 

Vonandi fannst ykkur þetta fróðlegt og bættuð einhverjum vörum við á óskalistann ykkar! Hver eru ykkar Sephora must have?

//A day doesn't go by with out me getting the question "what are your must haves from Sephora?" (we don't have Sephora in Iceland), so I decided to throw together my top 10 products from the make up junkie heaven. I'm not going into any details here but if you want an in depth review on something just let me know!

Nars Sheer Glow - My favourite foundation in the entire world, medium coverage (but buildable) with a demo-matte finish which lasts and photographs well! Simply the best. Gobi is my shade but I use Santa Fe when I’ve fake tanned. 


Beauty Blender - Well, I don’t think I need to explain this one. The perfect tool (in my opinion) to blend out foundation and concealer. A necessity in every make up collection.


Hourglass Ambient Lighting Powder - Powders that give the skin a beautiful finish, come in an array of finishes but Diffused Light is my favourite and it works well under the eyes. I’ve talked about the powders here.


Becca Shimmering Skin Perfector - A liquid highlighter I use underneath, mixed with or on top of the foundation (for that extreme glow). Perfect for those looking for a intense highlight! I own Opal and Moonstone.

Anastasia Brow Wiz - Probably my all time favourite make up product! The perfect eyebrow pencil which I use every time I do make up on me or clients. It simply works brilliantly. I use the shade Medium Brown. Also available on nola.is.

Nars Laguna - One of the most popular products in Sephora which isn’t surprising because the shade is beautiful for bronzing up the skin and works for most skin tones. You can use it lightly or build up the colour easily.


First Aid Beauty Ultra Repair Cream - A moisturiser that gives intense hydration that I couldn’t be with out. Works for all skin types but is best for dry-normal skin, for combo-oily I recommend using it as a night cream (like I do). Also available on fotia.is.

Stila Magnificent Metals Foil Finish Eyeshadow - A favourite of mine to give any eye look that POP! I have the shade Kitten which is a nice champagne shade that works perfectly in the inner corners. Glitter with out the fuzz! 


Urban Decay Naked Skin Concealer - Lovely concealer that covers well, blends easily and looks beautiful on the skin. No wonder it’s gotten so popular! 

Bumble & Bumble Surf Spray - I love salt sprays for my curly hair, it makes them look prettier! They also work for hair that’s not curly to give it texture and that “bed head” look.

I hope you liked this list of mine and maybe added some products to your wishlist! What are your Sephora must haves?

post signature

No comments:

Post a Comment

Thank you for commenting! It means a lot x

Blogger Template designed By The Sunday Studio.