Tuesday, January 23, 2018

REVIEW | ESTEE LAUDER DOUBLE WEAR NUDE


ÓMÁLUÐ // ESTEE LAUDER DOUBLE WEAR NUDE - 2N2

FULL FACE 

Upp á síðkastið hef ég verið að teygja mig meira í léttari farða. Ég áttaði mig fljótt á því að ég á mjög fáa létta, náttúrlega farða. Uppáhaldið mitt hefur alltaf verið Face and Body frá MAC en ég get ekki notað hann þar sem ég fæ bólur af öllum MAC förðum svo ég fór beinustu leið í Hagkaup í þeirri von um að finna minn fullkomna náttúrulega farða og ég held svei mér þá að ég hafi fundið hann.

Farðinn sem um ræðir er nýr í Double Wear línu Estee Lauder og heitir Double Wear Nude Water Fresh Makeup. Farðinn lofar því að vera fisléttur á húðinni, rakagefandi og endingagóður, hann hljómaði því alveg eins og það sem ég var að leita mér að. Eftir fyrstu prófun var ég strax heilluð, hann blandast auðveldlega, er léttur og náttúrulegur á húðinni en nær samt að slétta úr öllum ójöfnum. Hann gefur góðan raka og fallegan ljóma en helst samt vel á í gegnum daginn án þess að setjast í fínar línur (einn af þeim bestu þegar kemur að ennishrukkunum mínum).

Ég byrja alltaf á einni léttri umferð yfir allt og bæti síðan örlítið meira þar sem ég þarf (oftast á kinnarnar og á nefið), þannig fæ ég mína fullkomnu léttu-miðlungs þekju. Þegar farðinn er búinn að vera á húðinni á smá tíma er hann alveg þurr (en ekki þurrkandi) svo mér finnst ég ekki þurfa að púðra yfir allt, heldur bara undir augun og niður t-svæðið (eins og ég geri vanalega). Ég myndi segja að farðinn henti öllum húðtýpum en ef þú ert olíumikil/l og efins mæli ég með að kíkja á umfjöllunina frá Nikkia Joy (getið horft hér). 

Farðinn inniheldur líka SPF 30 sem er frábært til að vernda húðina fyrir sólargeislunum (þeir eru sterkari en þú heldur, þrátt fyrir dimman janúar mánuð á Íslandi!). 

Farðinn kemur í klassískri Estee Lauder glerkrukku með gylltum tappa, helsti ókosturinn er að það er engin pumpa. Vanalega kvarta ég lítið yfir því EN þar sem farðinn er mjög blautur þá getur verið mikið bras að hella farðanum út. Maður þarf að fara mjög varlega svo það hellist ekki alltof mikið úr eða renni útum allt. 

Já, það er öruggt að segja að ég hafi fundið það sem ég var að leita af - minn fullkomni náttúrulegi farði! Mæli klárlega með að kíkja á þennan x

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // vöruna keypti ég sjálf

No comments:

Post a Comment

Thank you for commenting! It means a lot x

Blogger Template designed By The Sunday Studio.