Monday, September 25, 2017

FIVE PRODUCTS I'VE BEEN LOVING


THE ORDINARY HYALURONIC ACID 2% + B5
Ég pantaði mér loksins nokkrar vörur frá The Ordinary í Júlí og hefur þessi vara staðið uppúr af þeim sem ég hef prófað. Hyaluronic sýrur hjálpa að viðhalda raka í húðinni og verður húðin því frískari og meira "plump". Ég nota "serumið" á kvöldin eftir hreinsun og fyrir rakakrem og hef ég séð mikinn mun á húðinni. Mæli klárlega með að skoða vörurnar frá The Ordinary þar sem þær eru ekki bara góðar heldur líka á hlægilegu verði! Næst á dagskrá er að prófa förðunarvörurnar þeirra.

BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER
 Ég var einstaklega stillt í Sephora þegar ég kíkti til Danmerkur í enda júní en ég labbaði þó út með tvær vörur frá Becca. Farðinn hefur verið í miklu uppáhaldi en ÞESSI PRIMER! Ég sem er vanalega lítið fyrir primera er rúmlega hálfnuð með þennan. Primerinn er rakagefandi, gerir húðina silkimjúka, gefur léttan ljóma og fjólublái liturinn (sem sést þó ekki á húðinni) frískar upp á húðtóninn. Algjört uppáhald hjá mér (gaman að segja frá því að Becca kemur til Íslands í Október!)

URBAN DECAY NAKED HEAT PALETTE*
Átti ekki von á því að nota þessa pallettu jafn mikið og ég hef gert þar sem síðusta árið hef ég að mestu teygt mig í bleika, fjólubláa og ferskjulitaða augnskugga. En eftir að fá þessa pallettu í safnið hef ég verið að færa mig í fallega heim hlýrra augnskugga á ný. Fallegir litsterkir augnskuggar sem blandast eins og draumur (færsla hér). 

THE BODY SHOP SHINE LIP LIQUID*
Ég mála mig lítið sem ekkert dagsdaglega en þegar ég hendi einhverju framan í mig finnst mér þessir léttu, rakagefandi glossar vera algjör snilld. Glossarnir koma í 6 fallegum litum en Orange Lollipop hefur verið í veskinu mínu síðan ég fékk hann og Watermelon Fizz er líka mjög sætur ef maður vill aðeins bjartari lit. 

LOVING TAN DELUXE BRONZING MOUSSE Í ULTRA DARK*
Uppáhalds brúnkan mín þegar ég vil vera dökk og fín. Ég er náttúrulega mjög hvít og því set ég bara eina létta umferð af froðunni og þá fæ ég jafnan lit sem hentar mér mjög vel, það er þó auðveldlega hægt að setja tvær umferðir á og fá enn dekkri lit. Brúnkan er með með fallegum ólivu undirtón sem er snilld því þá endar maður ekki appelsínugulur, heldur bara fallega sólbrúnn og fínn. Af öllum þeim froðum sem ég hef prófað endast þessi allra lengst á mér, sem er algjör snilld EN þar af leiðandi getur verið smá erfitt að ná henni alveg af og þarf ég þá að skrúbba mig vel og vandlega.

//  

THE ORDINARY HYALURONIC ACID 2% + B5
I finally ordered some products from The Ordinary back in June and this product has been the one that stood out the most for me. Hyaluronic acids help maintain moisture in the skin, resulting in more fresh and plump skin. I use the "serum" every night after cleansing and before applying moisturizer and I've seen a noticeable difference in my skin. I definitely recommend checking out The Ordinary's products as they are not only good but also crazy affordable! Next up is trying their make up products.

BECCA FIRST LIGHT PRIMING FILTER
I was very well behaved when I visited Sephora in Denmark last June but I did leave the store with two products from Becca. The foundation I bought I love but THIS PRIMER THO! I'm usually not a primer gal but I am already more than half way through this one. It keeps the skin hydrated and silky smooth whilst adding a bit of glow and the purple hue (which doesn't show up on the skin) magically evens out my skin tone. An absolute favorite of mine! (Fun fact - Becca will finally be available in Iceland in October).

URBAN DECAY NAKED HEAT PALETTE*
I wasn't expecting to love this palette as much as I do as I've mostly been reaching for pink, purple and peach eyeshadows this last year. But after this beauty made it's way into my collection I've been diving back into the beautiful world of warm hues. Gorgeous pigmented shades that blend like a dream (a full review here).

THE BODY SHOP SHINE LIP LIQUID*
On an everyday basis I wear little to no make up but when I do slather something on my face I've been loving these lightweight, moisturising lip glosses from The Body Shop. They are available in 6 beautiful shades, my favorite being Orange Lollipop (it's been in my purse ever since I got it) and Watermelon Fizz is perfect for a brighter look!

LOVING TAN DELUXE BRONZING MOUSSE Í ULTRA DARK*
My favorite self tanner when I want a dark tan. I am naturally verrrry pale so I like to apply one light layer which gives me a nice even colour that suits me well. Saying that you can add two (or more) layers for an even deeper tan. The tan has an olive undertone which is perfect as it doesn't leave you looking like an oompa loompa. Out of all the tanning foams I've tried this one lasts the best on me BUT as a result it can be quite a hassle to remove, so a long good scrub is necessary. 

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf, hinar keypti ég sjálf

No comments:

Post a Comment

Thank you for commenting! It means a lot x

Blogger Template designed By The Sunday Studio.