Í dag höfum við samstarf Dose of Colors við Youtube stjörnunar Desi Perkins og Katy. Í hreinskilni sagt þá er ég vanalega voðalega lítið fyrir svona samstörf en þar sem Desi og Katy eru með mínum uppáhalds Youtube píum gat ég ekki sleppt því að splæsa. Þær eru með þeim fáu sem hafa haldið sér niðri á jörðinni þrátt fyrir "frægð og frama" og met ég það til mikils.
Í línunni komu 8 vörur : 2 highlighter-ar, 2 varalitir, 2 fljótandi varalitir, varagloss og augnskuggapalletta. Ég valdi mér eitt úr hverjum flokk (þó mig hafi langað í allt).
Varalitirnir tveir sem komu í línunni eru hinir fullkomnu nude litir fyrir Desi og Katy, No Shade sem er mjög ljós ferskjulitaður nude og More Creamer Please sem er aðeins dekkri með brúnni ferskjutón. Ég valdi þann ljósari og hentar hann mér mjög vel þegar ég nota aðeins dekkri varablýant með. Formúlan er vel litsterk og kremuð með semi mattri áferð, liturinn endist lengi á vörunum og þurrkar þær ekki. Þessi fer beint í go-to nude safnið!
Fljótandi varalitirnir frá Dose of Colors eru stjarna merkisins, ekki að furða þar sem formúlan er mjúk og þægileg, alveg mött án þess að þurrka varirnar og endist allan daginn (grínlaust). Ásetjarinn er líka mjög þægilegur, heldur mikið af vöru en er með fínum odd svo maður getur mótað varirnar vel. Litirnir tveir sem komu í línunni voru Hot Fire sem ég valdi, klikkaður bjartur appelsínurauður og Saváge, mjög dökkur burgundy litur.
Varaglossinn Over the Top er glær með mikið af fíngerðu gylltu glimmeri. Glimmeragnirnar eru það smáar að maður finnur ekki fyrir þeim á vörurnum en þær gefa virkilega fallegt lúkk. Glossinn er háglansandi án þess að vera klístraður og hentar vel yfir langflesta liti (ég prófaði hann með Hot Fire og það var klikkað!).
No comments:
Post a Comment
Thank you for commenting! It means a lot x