Thursday, January 11, 2018

2017 FAVORITES



Ég veit ég er sein en jæja, fyrst að árið 2018 er gengið í garð er viðeigandi að fara yfir mínar uppáhalds vörur árið 2017. Að þessu sinni ákvað ég að tala einungis um þær vörur sem ég prófaði fyrst á árinu, þannig hér höfum við þær vörur sem stóðu uppúr af nýjungunum árið 2017. 

Eins og það komu nú út margar flottar vörur þá var ég einstaklega góð í að spara þetta árið og voru nýjungaskúffurnar ekki alveg jafn fullar og síðustu ár, við sjáum til hvernig mér gengur í sparnaði þetta árið (þetta skrifa ég meðan ég bíð eftir að DHL banki upp á með sendinguna mína). 

Gleðilegt 2018 - vonandi byrjar nýja árið vel hjá ykkur!

Becca First Light Priming Filter - sem lítil primer manneskja kom þessi í lífið mitt og breytti því til hins betra. Þessi fjólubláa dásemd gefur raka, ljóma og gerir húðina almennt ferskari. Algjör bomba bæði undir farða og einn og sér.

LA Girl Pro Coverage Foundation - ég var mjög spennt að prófa þennan og var svo sannarlega ekki svikin. Hann gerir húðina mína fullkomna með miðlungs til fullri þekju, léttum ljóma og endist bókstaflega allan daginn. Er búin að nota hann endalaust í gegnum árið og hefur hann náð öðru sæti á uppáhalds farðalistanum (Nars Sheer Glow að sjálfsögðu í fyrsta). 

Tarte Shape Tape - þessi hyljari er að öllum líkindum á uppáhalds lista allra en hann á það svo sannarlega skilið. Fáranlega góð þekja sem endist í gegnum daginn, fer lítið sem ekkert í fínar línur og lítur vel út á húðinni. ATH! A little goes a long way.

Nars Soft Matte Concealer - annar hyljari sem ég féll fyrir á árinu. Full þekja sem einhvernveginn lítur alltaf náttúrulega út, ekki jafn þykkur og t.d. Shape Tape. Þessi hefur verið uppáhaldið mitt sem hversdags, ég nota bara örlítið undir augun og þar sem er roði og hann hylur allt án þess að sjást. Nota hann líka mikið þegar ég nota léttari hyljara til að gefa aaaðeins betri þekju. 

RCMA No Colour Powder - algjörlega gegnsætt laust púður sem setur allt á sinn stað án þess að breyta litnum. Ég hef séð það notað á mjög ljósa húð og mjög dökka húð og það stendur við nafn sitt; enginn litur. Uppáhaldið mitt til að setja hyljarann undir augunum, mattar án þess að þurrka.

Ofra Rodeo Drive - Ofra einfaldlega kann ekki að gera lélega highlightera. Þessi er búinn að vera uppáhalds highlighterinn minn í gegnum allt árið. Virkilega fallegur og intense kampavínsgylltur litur sem situr fallega á húðinni.

LA Girl Shady Slim Brow Pencil - hræódýr, góður augabrúnablýantur? Já takk. Þessi kom út í byrjun ársins og tók fljótlega við af dýrari blýöntunum sem alltaf hafa verið í uppáhaldi. Ég breytti nýlega úr litnum Medium Brown í Brunette og fýla ég hann aðeins betur, hann er kaldari og örlítið dekkri. 

Urban Decay Naked Heat- einstaklega falleg palletta með góðum litsterkum augnskuggum sem blandast eins og draumur. Hef nú þegar gert ítarlega færslu um hana svo ég ætla ekki að blaðra of mikið, getið lesið allt um hana hér

Eye of Horus Bio Mascara - frá því að ég prófaði þennan fyrst hef ég verið ástfangin. Ég er með mjög léleg augnhár, stutt og fíngerð EN einhvernveginn nær þessi að gera þau þykkari, lengri , krullaðari og helst líka á allan daginn án þess að erta mín viðkvæmu augu. Uppáhalds að eilífu (held ég).

Make Up Store Gold Digger Eyeliner - furðulegt fyrir mig að setja inn augnblýants uppáhald þar sem ég er lítið fyrir liner á sjálfri mér en ég nota þennan meira sem augnskugga. Þessi fallegi bronsaði litur er það sem ég teygji mig mest í þegar ég vil smávegis á augun, ég geri þykka lína meðfram augnhárunum, blanda út og voila! 

Koko Lashes 502 - ég hef örugglega farið í gegnum svona 30+ pör af þessum í gegnum árið (afþví ég er ömurleg að ganga frá augnhárunum mínum þegar ég tek þau af og enda þau flest á rykugu gólfinu). Náttúruleg augnhár sem láta mig einfaldlega líta út fyrir að vera með FULLKOMIN augnhár. Mæli með þessum fyrir ALLA.

post signature
þessi færsla er ekki kostuð // stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf, aðrarr keypti ég sjálf

No comments:

Post a Comment

Thank you for commenting! It means a lot x

Blogger Template designed By The Sunday Studio.